You are currently viewing Haustráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 27. nóvember 2018
  • Post category:Almennt

Þriðjudaginn 27. nóvember fer fram Haustráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2018 á Grand Hótel í Reykjavík.

Yfirskrift ráðstefnunnar er:

Eru framundan hamfarir í verslun á Íslandi?

 

Hér að neðanverðu eru fyrirlestrar ráðstefnunnar aðgengilegir:

Smelltu hér til að skoða dagskránna

Ráðstefnugjald er 32.900 kr. en félagar í Vörustjórnunarfélaginu fá um 20% afslátt og greiða 26.500 kr. fyrir sætið. Skráning í félagið er gerð hér.

Á ráðstefnunni verða fyrirlestrar um áskoranir í netverslun sem mörg fyrirtæki standa frammi fyrir. Einvala lið fyrirlesara með innsýn í ólík svið viðfangsefnisins munu deila með okkur sinni sýn á áskoranir og tækifæri netverslunar. Mörg íslensk fyrirtæki eiga mikið undir í samkeppni við netið og þurfa að nýta tækifærin sem skapast.

Erindi munu tengjast birgjum, söluaðilum, viðskiptavinum og ekki minnst „lokasprettinum“, þeas. hvernig vöru er komið til viðskiptavina sem er líklega stærsta áskorunin þar sem stór hluti kostnað af völdum vefverslunar skapast. Hér munu aðilar eins og Hagar, AHA, Pósturinn, Icelandair Cargo, Ölgerðin, ofl. veita okkur innsýn í þær áskoranir og þær lausnir sem í boði eru hér á landi. Auk þess mun staðan á Íslandi samanborið við önnur Norðurlönd og umhverfisáhrif verða til umfjöllunar.

Upphafserindi er flutt af Carl Lumsden. Carl hefur á síðustu 12 árum staðið sem Supply Chain Manager að baki stærstu vefverslunum í Svíþjóð á sínum sviðum, ekki síst þar sem verið að ryðja sér til rúms á nýjum sviðum eins og sala á heimilstækjum (tretti.se), byggingavörum (bygghemma.se) og nú síðast varahlutum fyrir bíla (skruvat.se) sem velti á síðasta ári rétt um 100 millj. evra í Svíþjóð. Carl mun kynna hver staðan er  í norrænni vefsölu, helstu áskoranir við að byggja upp slík fyrirtæki og hvaða lausnir eru í boði, áhersla á lokasprettinn kemur hér inn enn og aftur.

Um er að ræða lykilráðstefnu ársins í vörustjórnunarmálum og það er von okkar að fyrirtæki og fólk með áhuga á þessu sviði láti ráðstefnuna ekki framhjá sér fara.

Húsið opnar kl. 8.00 með skráningu, kaffi og bakkelsi en dagskráin hefst stundvíslega kl. 8.30 og stendur til 12.00.

Vinsamlegast athugið að skráningar þurfa að berast fyrir hádegi 26. nóvember gegnum skráningarsíðu……

Velkomin!