You are currently viewing Strikamerki og stofnvöruupplýsingar

Strikamerki og stofnvöruupplýsingar

Hvernig nýtist það við vörustjórnun

Strikamerki hafa verið til í áratugi. Í fyrstu var það notað til þess að skanna vörur á afgreiðslukössum matvöruverslana, sem var algjör bylting fyrir bæði afgreiðslufólk og viðskiptavini. Í gegnum árin hafa strikamerkin og auðkennin á bakvið þau þróast talsvert og eru meðal annars lykilþáttur í að auka öryggi lyfja og matvæla.

Á undanförnum árum hafa kröfur til upplýsingar um vörur stóraukist. Verslanir, heildsalar og vöruhús vilja vita um stærðir vara hvort sem er í hillu eða á vörubretti, við hvaða hitastig varan eigi að geymast og hversu langt geymsluþol hún hefur. Eins vilja neytendur hafa aðgengi að upplýsingum um vörur. Til dæmis hversu sjálfbær varan sé. Hvaða ofnæmisvaldar eru í vörunni, hvaðan kemur hún og hvernig er best að endurvinna eða jafnvel endurnýta hana.

Alþjóðlegir staðlar GS1 samtakanna bjóða uppá lausnir sem takast á við einmitt þessar áskoranir.

Markmið námskeiðsins:

Velflest fyrirtæki á íslandi eru þátttakendur í GS1 kerfinu án þess að gera sér grein fyrir tækifærunum sem í því fellst. Markmið námskeiðsins er því að þátttakendur séu upplýstir um helstu nýjungar í heimi strikamerkja og GS1 staðla og hvernig það nýtist þeim til að auka hagkvæmni í aðfangakeðjunni. Námskeiðið mun einnig leggja mikla áherslu á stofnvörugögn, nýtingu og miðlun þeirra til allra aðila innan aðfangakeðjunnar, allt niður til neytenda.

Um námskeiðið :

Námskeiðið er stutt hagnýtt námskeið um grunnþætti birgðanákvæmni. Horft er til þess að námskeiði loknu hafi nemendur öðlast skilning á eftirfarandi þáttum:

  • Starfsemi GS1 á alþjóðavísu
  • Alþjóðlegir staðlar í vörustjórnun
  • Merkingar vara
  • Merkingar vörusendinga
  • GS1 Gagnalaug – alþjóðlegur gagnagrunnur stofnvöruupplýsinga
  • Hvernig vörugögn nýtist t.d. til að:
    • Auka skilvirkni
    • Auka sjálfbærni/li>
    • Styðja við hringrásarhagkerfið
    • Minnka matarsóun
  • Tvívíð (2D) strikamerki
  • GS1 Digital Link og resolver tækni

Leiðbeinandi : Jens Gunnarsson

Jens Gunnarsson er framkvæmdastjóri GS1 Ísland ehf. Jens er tölvunarfræðingur að mennt og hefur í yfir 15 ár aðstoðað fyrirtæki víðsvegar um heim við nýtingu á hugbúnaðartækni og gögn til að auka hagkvæmni í framleiðslu og vörustjórnun.


Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Ef til vill er um að ræða ákjósanlega morgunstund fyrir ykkur sjálf eða starfsfólk á ykkar vegum?

Þessi síða er ítarefni við námskeiðið „Það er enginn vörustjórnun án vöruskráninga“