Á döfinni

Haustráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 27. nóvember 2018

Þriðjudaginn 27. nóvember fer fram Haustráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2018 á Grand Hótel í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Eru framundan hamfarir í verslun á Íslandi? Skráning fer fram hér. Ráðstefnugjald er 34.900 kr. en félagar í Vörustjórnunarfélaginu fá 20% afslátt og greiða 27.900 kr. fyrir sætið. Á ráðstefnunni mun einvala lið fyrirlesara með innsýn í mismunandi þætti aðfangakeðjunnar kynna þá þætti sem tengjast nýjum verslunarmátum og þær áskoranir sem það hefur á framtíð verslunar og ekki síst vefverslunar. Um er að ræða lykilráðstefnu ársins í vörustjórnunarmálum og það er von okkar að fyrirtæki og fólk með áhuga á þessu sviði láti ráðstefnuna ekki framhjá sér fara. Húsið opnar kl. 8.15 með skráningu, kaffi og bakkelsi en dagskráin hefst stundvíslega kl. 8.45 og stendur til 12.15.

Leita í fréttum

Flokkar