Á döfinni

Námskeið – Vörustjórnun 2021

Vörustjórnunarfélag Íslands kynnir nýtt hálfs dags námskeið um áskoranir í Vörustjórnun og breytingar sem heimsfaraldur hefur í för með sér. Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 3. júní nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar, en um er ræða hálfs dags námskeið frá kl. 9.00 til 12.00 með kaffihléi. Kennari á námskeiðinu er Thomas Möller, rekstrarráðgjafi hjá Investis.is og kennari í rekstrarstjórnun, birgðastýringu og vörustjórnun við Háskólann á Bifröst. Á námskeiðinu verður auk hefðbundins efni vörustjórnunar fjallað um 10 mikilvægustu áherslur fyrirtækja til að takast á við áskoranir í breyttu rekstrarumhverfi. Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum, og hentugur vettvangur að hitta kollega eftir langt hlé. Opnað hefur verið fyrir skráningu með tölvupósti á síðu námskeiðisins.Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungs afsláttur á námskeiðið

Deildu þessari síðu á :

Share on facebook
Facebook
Share on google
Google+
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn

Leita í fréttum-111

Flokkar