Á döfinni

Skráning

Samningatækni fyrir innkaupafólk

náðu betri samningum við birgja

Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallaratriði í samningatækni, farið yfir aðferðir og undirbúning samningaviðræðna við vörubirgja, bæði innlenda og erlenda, einnig flutningsaðila, leigusala og þá sem selja þjónustu í aðfangakeðjunni. Fjallað verður lykilatriði góðs árangurs á þessu sviði

Markmið námskeiðsins:

Að efla bæta samningsstöðu þátttakenda við samingaborðið til að ná betri verðum og kjörum á aðkeyptri þjónustu og vörum.
Áhersla er lögð á hin mörgu samningsatriðisem þarf að ræða og meta vægi hvers þeirra við samningaborðið.
Sérstök áhersla er lögð á þekkingu á hagsmunasamningum og það hvað einkennir gott samningafólk sem nær árangri í samningaviðræðum.
Sérstaklega verður á hugað að jákvæðum birgjasamskiptum sem tryggja að báðir aðilar hafi hag af samningunum.


Kennari á námskeiðinu er Thomas Möller, verkfræðingur og MBA, rekstrarráðgjafi, stjórnarmaður í RARIK og kennari í rekstrarstjórnun, birgðastýringu og vörustjórnun við Háskólann á Bifröst.

Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Fræðandi morgunstund sem skilar árangri í daglegum störfum strax eftir námskeiðið.

Námskeiðið er hluti af námskeiðum sem vörustjórnunnarfélagið hellur í febrúar 2023

Sjá Forsíðufrétt um námskeiðin

Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst veglegur afsláttur.
Þatttökugjald fyrir stök namskeid:

  • Fyrir adilðafelog 28.900 kr
  • Fulltgjald 39.900 kr
Skráningar berist á netfangid :  skraning@logistics

Ítarlegri frétt um hvert námskeið fyrir sig

Skráning

INNKAUPASTJÓRNUN

Lykill að skilvirku vöruflæði

Í innkaupum eru teknar ákvarðanir um mikilvæga þætti vörustýringa í fyrirtækjum. Kostnaður, eins og innkaups- og flutningsverð, hefur beina tengingu við magnbundnar innkaupaákvarðanir. Oft eru aðrir kostnaðarliðir eins og birgðahaldskostnaður, fjárbinding og pöntunarkostnaður ekki eins skýrir og sýnilegir. Innkaupafólk fær oft ámæli um að skortur sé á vörum en fær aftur á móti hrós um að veltuhraðamarkmiðum sé náð. Starfsfólk í innkaupum eru lykilaðilar í að tryggja skilvirkt vöruflæði, því er mikilvægt að það hafi skýrt umboð til athafna sem eru afmörkuð með skýrum mælikvörðum árangurs.

Markmið námskeiðsins:

Á námskeiðinu eru grunnatriði innkaupa- og vörustjórnunar kynnt. Farið er yfir leiðir við forgangsröðun innkaupa þar sem áhersla er á hámörkun veltuhraða og samtímis lágmörkun hættu á vöruskorti. Helstu áskoranir innkaupa eru rýndar og ræddar. Markmiðið er að í lok námskeiðsins sitji eftir mögulegar leiðir til að bæta innkaupastýringu.

Um námskeiðið :

Námskeiðið er stutt og hagnýtt, þar sem fjallað verður um grunnþætti innkaupa- og vörustjórnunar. Að námskeiði loknu hafi nemendur öðlast skilning á eftirfarandi þáttum:
  • Grunnatriði innkaupastjórnunar
  • Áhrif skilvirkra innkaupa á arðsemi
  • Mikilvægi ABC greiningar
  • Notkun líftímagreininga við innkaup
  • Beinn og óbeinn kostnaður tengdur innkaupum
  • Samspil birgðaverðmætis og þjónustustigs
Leiðbeinandi: Kristján M. Ólafsson. Kristján er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu hjá Vínbúðunum. Hann er menntaður verkfræðingur og með MBA gráðu. Kristján hefur starfað við vörustjórnun bæði sem starfsmaður fyrirtækja og við ráðgjöf á því sviði.
 
Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Ef til vill er um að ræða ákjósanlega morgunstund fyrir ykkur sjálf eða starfsfólk á ykkar vegum? Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungs afsláttur af námskeiðsgjaldinu.

Námskeiðið er hluti af námskeiðum sem vörustjórnunnarfélagið helfur í febrúar 2023

Sjá Forsíðufrétt um námskeiðin

Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst veglegur afsláttur.
Þatttökugjald fyrir stök namskeid:

  • Fyrir adilðafelog 28.900 kr
  • Fulltgjald 39.900 kr
Skráningar berist á netfangid :  skraning@logistics

Skráning

BIRGÐANÁKVÆMNI

Hámörkun þjónustustigs og lágmörkun fjárbindingar

Birgðanákvæmni er eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki, sem halda birgðir af einhverju tagi þurfa að hafa í lagi til þess að viðhalda réttu jafnvægi birgða í vöruhúsi. Ef birgðanákvæmni er ekki í góðu lagi þá má leiða líkum að því að þjónustustig fyrirtækis til viðskiptavina sinna sé ekki til þess fallið að skapa samkeppnisforskot. Fjárbinding í birgðum er of há og/eða að tapaðar sölur algengar vegna vöruskorts, framleiðsla stöðvast vegna vöruskorts, birgðir tínast o.s.fv.

Hvaða sölumaður kannast ekki við það að geta ekki með 100% vissu svarað viðskiptavininum hvort vara sé raunverulega til í birgðum eða ekki, þar sem upplýsingar í birgðakerfi eru ekki nægilega réttar?

Markviss vinna við að greina ástæður birgðaónákvæmni og umbótavinna getur skilað verulegum ávinningi til fyrirtækja með m.a. auknu þjónustustigi, minni starfsmannakostnaði, aukinni sölu, minni fjárbindingu, minni sóun o.fl.

Markmið námskeiðsins:

Að þátttakendur skilji mikilvægi birgðanákvæmnis og afleiðingar í starfsemi fyrirtækja. Að loknu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur geti með kerfisbundnum hætti hafið umbótavinnu til þess að auka birgðanákvæmni strax í daglegu starfi með einföldum aðferðum sem settar eru fram á námskeiðinu.

Um námskeiðið :

Námskeiðið er stutt hagnýtt námskeið um grunnþætti birgðanákvæmni. Horft er til þess að námskeiði loknu hafi nemendur öðlast skilning á eftirfarandi þáttum:
  • Hvað er birgðanákvæmni?
  • Hvernig birgðanákvæmni er reiknuð
  • Af hverju skiptir birgðanákvæmni máli í fyrirtækjum
  • Helstu aðferðir við birgðaleiðréttingar
  • Hvernig birgðanákvæmni er mæld?
  • Þekki leiðir til þess að greina orsakir lélegrar birgðanákvæmni
  • Þekki leiðir til að auka birgðanákvæmni
Leiðbeinandi : Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir Leiðbeinandi er Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir en hún starfar sem framkvæmdastjóri Banana ehf. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhanna hefur yfir 20 ára starfsreynslu við stjórnun aðfangakeðju, sérstaklega innkaupa- & birgðastjórnun m.a hjá Össur, Bláa Lóninu, Distica, Innnes o.fl. ásamt ýmsum sérverkefnum.

Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Ef til vill er um að ræða ákjósanlega morgunstund fyrir ykkur sjálf eða starfsfólk á ykkar vegum?

Námskeiðið er hluti af námskeiðum sem vörustjórnunnarfélagið helfur í febrúar 2023

Sjá Forsíðufrétt um námskeiðin

Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst veglegur afsláttur.
Þatttökugjald fyrir stök namskeid:

  • Fyrir adilðafelog 28.900 kr
  • Fulltgjald 39.900 kr
Skráningar berist á netfangid :  skraning@logistics

Skráning

Áhugaverð námskeið um vörustjórnun

Vörustjórnunarfélagið kynnir þrjú áhugaverð námskeið um vörustjórnun og tengd svið.
Námskeiðin verða haldin 9. 15. og 23. febrúar 2023.

(Kennari: Kristján Ólafsson, haldið 9. feb)
  • HÁMÖRKUN ÞJÓNUSTUSTIGS
  • LÁGMÖRKUN FJÁRBINDINGAR
(Kennari: Jóhanna Jónsdóttir, haldið 15. feb)
  • VIÐFANGSEFNI OG SKORÐUR Í INNKAUPUM
  • VELTUHRAÐI OG AÐRIR MÆLIKVARÐAR HAGKVÆMRA INNKAUPA
(Kennari: Thomas Möller, haldið 23. feb)
  • SKILVIRK INNKAUP – LÁGMÖRKUN KOSTNAÐAR
  • BIRGJASAMSKIPTI

Vegna fyrirspurna og hvatninga hefur félagið ákveðið að bjóða uppá samstæð námskeið um grundvallaratriði aðfangakeðju- og vörustjórnunar. Námskeiðin henta m.a. stjórnendum fyrirtækja og starfsfólki sem vinna við vörustjórnun.

Ýmislegt bendir til þess að vöruverð sé hærra hérlendis en í nágrannalöndum, lega lands og aðstæður gætu verið hluti þessa sannleika en einnig gætu verið leiðir til að lækka vörustjórnunarkostnað með það að markmiði að auka skilvirkni og samkeppnishæfni landsins.

Það er von okkar í stjórn Vörustjórnunarfélagsins að þetta geti gagnast starfsfólki í vörustjórnun og lagt grunn að fleiri slíkum námskeiðum og að aukinni þekkingu í greininni.

Nánari lýsingar á einstökum námskeiðum eru á heimasíðu félagsins www.logistics.is. Námskeiðin fara fram 9. 15. og 23. febrúar 2023 og verða haldin að Nauthólsvegi 100 (Bragganum). Námskeið standa frá 8.45 til 12.00. Hámarksfjöldi í hverju námskeiði er 16 manns. Kaffi og léttar veitingar verða í boði.

Leiðbeinendur eru:

  • Kristján M. Ólafsson framkvæmdastjori vínbúdanna og stundakennari vid HL
  • Jóhanna Jónsdottir framkvæmdastjori Banana ehf.
  • Thomas Moller sjálfstætt starfandi rádgjafi og stundakennari vid Haskólann á Bifrost.
Þrieykid er med áratuga reynslu vid vörustjornun og ætlar að midla af reynslu sinni og kynna aðferdir til auka skilvirkni fyrirtækja a svidi vörustjornunar.
 
Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst veglegur afsláttur. Þatttökugjald fyrir stök namskeid:
  • Fyrir adilðafelog 28.900 kr
  • Fulltgjald 39.900 kr
Skráningar berist á netfangid : skraning@logistics.is
 

Skráning

ORKUSKIPTI Í VÖRUFLUTNINGUM - HAUSTRÁÐSTEFNA 2022

Eru rafknúin flutningatæki raunhæfur
kostur fyrir sjó- og landflutninga?

Þriðjudaginn 18. október verður haustráðstefna Vörustjórnunarfélags Íslands 2022 haldin á Grand Hótel í Reykjavík. 

Orkuskipti eru brýnt málefni fyrir mörg fyrirtæki þessi misserin, að mörgu er að hyggja áður en ákvarðanir eru teknar.

Einvala lið fyrirlesara með innsýn í ólík svið endurnýjanlegra orkugjafa munu deila með okkur sýn á áskoranir og tækifæri við lausn á viðfangsefninu. 

Um er að ræða mikilvæga ráðstefnu í vörustjórnunarmálum á Íslandi og það er von okkar að hagsmunaaðilar láti þennan viðburð ekki fram hjá sér fara.

Húsið opnar kl 8:15 með skráningu, kaffi og bakkelsi, en dagskráin hefst stundvíslega kl 8:45 og stendur til hádegis. Ráðstefnugjaldið er 24.900 kr. en félagsmenn fá 20% afslátt og greiða 19.900 kr.

Sjá dagskrá á skráningarsíðu 

Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Vörustjórnunarfélags Íslands.

 

Skráning

NÝJAR ÁSKORANIR Í VÖRUSTJÓRNUN ELASTIC LOGISTICS

Vörustjórnunarfélagið kynnir nýtt hálfs dags námskeið 2. júní 2022.
Á námskeiðinu fjallar Thomas Möller hagverkfræðingur og MBA um þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir sem afleiðingar af Covid19 og þeim truflunum sem hafa orðið á aðfangakeðjum í heiminum í kjölfar heimsfaraldurs og ófriðar í Evrópu.
Námskeiðið hentar stjórnendum fyrirtækja og starfsfólki við vörustjórnun.

Einnig er þetta ákjósanlegt tækifæri fyrir starfsfólk að velta fyrir sér og fræðast um þær miklu breytingar sem hafa orðið á aðfangakeðjum síðustu misserin.


 

Leiðbeinandi:

Leiðbeinandi er Thomas Möller hagverkfræðingur og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Thomas er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst.

Thomas er með áratuga reynslu við stjórnun aðfangakeðja í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, m.a. í Eimskip, Olís, Parlogis, Innnes, Rekstrarvörum auktjórnarmennsku í Símanum, Íslandspósti, Reitum og Rarik.


Þáttökugjald/Skráning:

Fyrir aðildafélög : 23.900 kr
Fullt gjald : 34.900 kr

Opnað hefur verið fyrir skráningu með því að ýta á hnappinn hér að neðan eða á

Aðildarfyrirtækjum og öðrum
félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungs afsláttur á námskeiðið.


Námskeiðið fer fram Fimmtudaginn 2. júní nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar.
Námskeiðið er frá kl. 8.45 til 12.15 með kaffihléi.
Kaffi og léttar veitingar verða í boði

Leita í fréttum

Flokkar