Á döfinni

Skráning

Námskeið - Vörustjórnun 2021

Vörustjórnunarfélag Íslands kynnir nýtt hálfs dags námskeið um áskoranir í Vörustjórnun og breytingar sem heimsfaraldur hefur í för með sér. 
Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 3. júní nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar, en um er ræða hálfs dags námskeið frá kl. 9.00 til 12.00 með kaffihléi. 
Kennari á námskeiðinu er Thomas Möller, rekstrarráðgjafi hjá Investis.is og kennari í rekstrarstjórnun, birgðastýringu og vörustjórnun við Háskólann á Bifröst. 
Á námskeiðinu verður auk hefðbundins efni vörustjórnunar fjallað um 10 mikilvægustu áherslur fyrirtækja til að takast á við áskoranir í breyttu rekstrarumhverfi. 
Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum, og hentugur vettvangur að hitta kollega eftir langt hlé. 
Opnað hefur verið fyrir skráningu með tölvupósti á síðu námskeiðisins.
Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungs afsláttur á námskeiðið

Skráning

Allir velkomnir

Fjarfundarröð Vörustjórnunarfélags Íslands.

Vörustjórnunarfélag Íslands ætlar að koma á fót fjarfundarröð (Webinars) til að bregðast við takmörkunum á samkomum og munu koma að einhverju leyti í stað fyrirtækjaheimsókna sem félagagið hefur staðið fyrir síðustu misseri.

 

Fjarfundirnir verða með því móti að einn eða fleiri einstaklingar munu flyta stutta framsögu og síðan svara spurningum sem þáttakendur hafa sent inn á meðan á framsögu stendur og umræður fara fram.

 

Á fyrsta fundinum munu:

Gréta María Grétarsdóttir Framkvæmdarstjóri Krónunnar og

Jóhanna Þ. Jónsdóttir Framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes

flytja framsögu sem tengist þema fundarins og er: „Heildsala og smásala á COVID-19 tímum – hver voru áhrifin og hvernig var brugðist við“

 

Fundurinn fer fram mánudaginn 18 maí kl 13:00 og er aðgengilegur hér.

Námskeið 4.febrúar: Birgðanákvæmni - Hámörkun þjónustustigs og lágmörkun fjárbindingar​

Vörustjórnunarfélag Íslands kynnir nýtt hálfs dags námskeið sem ber yfirskriftina „Birgðanákvæmni – Hámörkun þjónustustigs og lágmörkun fjárbindingar“

Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 4. febrúar nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar, en um er ræða hálfs dags námskeið frá kl. 8.45 til 12.15 með kaffihléi.

Námskeiðið er stutt hagnýtt námskeið um grunnþætti birgðanákvæmni og öðlast nemendur skilning á:

– Hvað er birgðanákvæmni?
– Hvernig birgðanákvæmni er reiknuð.
– Afhverju skiptir birgðanákvæmni máli í fyrirtækjum
– Helstu aðferðir við birgðaleiðréttingar
– Hvernig birgðanákvæmni er mæld?
– Þekkir leiði til þess að greina orsakir lélegrar birgðanákvæmni
– Þekki leiðir til að auka birgðanákvæmni

Leiðbeinandiandi verður Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir en hún starfar sem framkvæmdastjóri aðfangakeðju hjá Innnes. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhanna hefur yfir 20 ára starfsreynslu við stjórnun aðfangakeðju, sérstaklega innkaupa- & birgðastjórnun m.a hjá Össur, Bláa Lóninu, Distica o.fl. ásamt ýmsum sérverkefnum.

Þáttökugjald fyrir aðildafélög 24.900kr
Fullt gjald 34.900kr

Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Ef til vill er um að ræða ákjósanlega morgunstund fyrir ykkur sjálf eða starfsfólk á ykkar vegum?

Opnað hefur verið fyrir skráningu með því að ýta á hnappinn hér að neðan

Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungs afsláttur á námskeiðið

Skráning

Ráðstefnugjald er 29.900 kr. en félagar í Vörustjórnunarfélaginu greiða 23.900 kr. fyrir sætið. Skráning í félagið er gerð hér.

Þriðjudaginn 26. nóvember

 

Haustráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 26. nóvember 2019

Þriðjudaginn 26. Nóvember fer fram Haustráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2019 á Grand Hótel í Reykjavík.

Yfirskrift ráðstefnunnar er:

Plastnotkun í vörudreifingu – áskoranir og lausnir

Dagskráin er eftirfarandi:

08:00 – 08:30 Skráning
08:30 – 08:50 Notkun og hlutverk plasts í vörudreifingu – Vöstustjórnunarfélagið
08:50  09:10 Plast er ekki bara plast – Nýsköpunarmiðstöð
09:10 – 09:30 Þarf plast í vörudreifingu – hugmyndir um nýjar lausnir ‚ HÍ.
09:30 – 09:50 Hlutverk plasts í flutningum – Samskip
09:45  10:15 Kaffi
10:20 – 10:40 Umhverfismál í sjávarútvegi
10:40 – 11:00 Notkun plast í grænmetisiðnaði – Sölufélag garðyrkjumanna
11:00 – 11:20 Plastnotkun í smásölu – Krónan
11:20 – 11:40 Endurvinnsla og förgun – Terra
11:40 – 11:55 Endurvinnsla á Íslandi og Ábyrgð framleiðanda – Pure North Recycling
11:55 – 12:00 Lokaorð

Skráning í félagið er gerð hér.

Plast hefur á síðustu misserum fengið mikla umfjöllun í samfélaginu, m.a. vegna óheftrar dreifingu í umhverfinu en á sama tíma skipað stóran sess í pökkun neytendapakkninga sem eftir notkun flestir eru að flokka og sjá til að plastið rati rétta leið í enduvinnslu og endurnýtingu. Samtímis er það staðreynd að plast gegnir mikilvægu hlutverki, þ.á.m. að verja vörur fyrir utanaðkomandi áhrifum og tryggja að þær skili sér heilar til neytenda og hindra matarsóun þar sem slíkar umbúðir gegna mikilvægu hlutverki í að auka endingartíma matvöru. Til viðbótar gegnir plast mikilvægu hlutverki í vörudreifingu þar sem það er skilvirk leið til að halda vörum saman á flutningseiningum eins og brettum og styðja einfaldari og hraðvirkari flutninga frá sendanda til viðtakanda auk þess að vernda vörur frá utanaðkomandi áhrifum. Á ráðstefnunni verður fjallað um þetta víðamikla samfélagslega viðfangsefni og ræddar leiðir og lausnir til að tryggja skilvirka vörudreifingu með minni notkun á plasti.

Um er að ræða lykilráðstefnu ársins í vörustjórnunarmálum og það er von okkar að fyrirtæki og fólk með áhuga á þessu sviði láti ráðstefnuna ekki framhjá sér fara.

Húsið opnar kl. 8.00 með skráningu, kaffi og bakkelsi en dagskráin hefst stundvíslega kl. 8.30 og stendur til 12.00.

Velkomin!

Skráning

Ráðstefnugjald er 29.900 kr. en félagar í Vörustjórnunarfélaginu greiða 23.900 kr. fyrir sætið. Skráning í félagið er gerð hér.

Þriðjudaginn 7. maí

 

Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 7. maí 2019

Þriðjudaginn 7. maí fer fram Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2019 á Grand Hótel í Reykjavík.

Yfirskrift ráðstefnunnar er:

Vörustjórnun og Fjórða Iðnbyltingin: Rekjanleiki með nýjum kröfum og tækni

 

Hér að neðanverðu eru fyrirlestrar ráðstefnunnar aðgengilegir:

Smelltu hér til að skoða dagskránna

Á ráðstefnunni munu fjölmargir aðilar, íslenskir og erlendir, flytja erindi sem tengjast rekjanleika og þeim möguleikum sem rekjanleiki býður uppá með nýrri tækni og gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að nýta sér í starfsemi sinni. Slíkt hefur marga kosti, þám. að auka þjónustugæði við afhendingu vara, auka sýnileika fyrir viðskipavini sem auðveldar val á vörum, auka öryggi vöru og innihalds, koma í veg fyrir svindl í markaðsetningu og stuld, auka gagnsæi gegnum aðfangakeðjuna, minnka kostnað við rangar afhendingar, gera skráningu kolefnafótspors mögulegt, auka fæðuöryggi og minnka sóun, minnka áhættu, ásamt mörgu fleiru. Á ráðstefnunni er horft til hvaða raunhæfu möguleikar eru til staðar til að auka virði vöru á markaði með betri og háþróaðri rekjanleika, notkun staðla og aukin tengjanleika milli fyrirtækja til að bæta stöðu neytenda, samkeppnisstöðu fyrirtækja og  afurðir á íslenskri og erlendri grundu.

Ráðstefnugjald er 29.900 kr. en félagar í Vörustjórnunarfélaginu greiða 23.900 kr. fyrir sætið. Skráning í félagið er gerð hér.

Um er að ræða lykilráðstefnu ársins í vörustjórnunarmálum og það er von okkar að fyrirtæki og fólk með áhuga á þessu sviði láti ráðstefnuna ekki framhjá sér fara.

Húsið opnar kl. 8.00 með skráningu, kaffi og bakkelsi en dagskráin hefst stundvíslega kl. 8.30 og stendur til 12.00.

Vinsamlegast athugið að skráningar þurfa að berast fyrir hádegi 6. maí gegnum skráningarsíðu.

Velkomin!

Leita í fréttum

Flokkar