You are currently viewing Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 30. maí 2017

Þriðjudaginn 30. maí fer fram Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2017 á Grand Hótel í Reykjavík.

Yfirskrift ráðstefnunnar er:

VÖRUSTJÓRNUN – Lykill að aukinni framleiðni?

Skráning fer fram hér eða með tölvupósti á skraning@logistics.is þar sem fram koma nöfn þátttakenda, nafn fyrirtækis/stofnunar og kennitala greiðanda.

Smelltu á myndirnar til að lesa meira um ráðstefnuna

Kynningarbref 150517
Um ráðstefnuna
Dagskra 150517
Dagskrá ráðstefnunnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefnugjald er 29.900 kr. en félagar í Vörustjórnunarfélaginu fá 20% afslátt og greiða 23.900 kr. fyrir sætið.

Á ráðstefnunni mun einvalalið fyrirlesara með innsýn í ólíkar greinar aðfangakeðjunnar beina sjónum sínum að mikilvægum álitamálum sem eiga það sameiginlegt að lúta að framförum í vörustjórnun og framleiðni á íslenskum markaði. Það á sér stað mikil og ör þróun í málaflokknum á heimsvísu og íslensk fyrirtæki eiga mikið undir því að nýta þau tækifæri sem gefast til framþróunar á þessu sviði.

Um er að ræða lykilráðstefnu ársins í vörustjórnunarmálum og það er von okkar að fyrirtæki og fólk með áhuga á þessu sviði láti ráðstefnuna ekki framhjá sér fara.

Húsið opnar kl. 8.15 með skráningu, kaffi og bakkelsi en dagskráin hefst stundvíslega kl. 8.45 og stendur til 12.15.

Hér má sækja kynningarbréf og dagskrá á pdf. formi.