Rekjanleikaráðstefna á vegum Vörustjórnunarfélagsins

Þriðjudaginn 16. apríl stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Þrír erlendir sérfræðingar auk innlendra aðila sem starfa við aðfangakeðju matvæla og matvælaöryggi munu halda erindi á raðstefnunni sem verður á Grand Hótel Reykjavík.

Á ráðstefnunni verður leitað svara við hvernig hægt er að tryggja matvælaöryggi og koma í veg fyrir uppákomur líkar þeim sem verið hafa í umfjöllun. Ræddar verða meðal annars ræddar leiðir og lausnir til að tryggja rekjanleika matvæla.

Ráðstefna er haldin í samvinnu við GS1 Ísland, Matís og Háskóla Íslands og hefst skráning kl 8:00.

Ráðstefnugögnum fylgir minnislykill með ýmsum upplýsingum sem tengjast rekjanleika.

Dagskrá má sækja hér: Rekjanleikaradstefna_2013.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta á ráðstefnuna eru beðnir um að skrá sig undir valmynd „Skráning á ráðstefnu“ á aðalsíðu .