You are currently viewing Námskeið 21.mars: „Náðu betri tökum á innkaupum og vörustjórnun“

Vörustjórnunarfélag Íslands kynnir nýtt hálfs dags námskeið sem ber yfirskriftina „Náðu betri tökum á innkaupum og vörustjórnun“.

Námskeiðið fer fram miðvikudaginn 21. mars nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar, en um er ræða hálfs dags námskeið frá kl. 8.15 til 12.15 með kaffihléi.

Kennari á námskeiðinu er Thomas Möller, rekstrarráðgjafi hjá Investis.is og kennari í rekstrarstjórnun, birgðastýringu og vörustjórnun við Háskólann á Bifröst.

Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðir og nýjungar sem miða að skilvirkum innkaupum og lágmörkun kostnaðar í innkaupaferlinu. Sérstaklega verður á námskeiðinu hugað að birgjasamskiptum, farið í grundvallaratriði góðrar samningatækni og lykilatriði góðs árangurs á þessu sviði.

Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Ef til vill er um að ræða ákjósanlega morgunstund fyrir ykkur sjálf eða starfsfólk á ykkar vegum?

Opnað hefur verið fyrir skráningu með tölvupósti á síðu námskeiðisins.

Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungs afsláttur á námskeiðið