You are currently viewing INNKAUPASTJÓRNUN

Lykill að skilvirku vöruflæði

Í innkaupum eru teknar ákvarðanir um mikilvæga þætti vörustýringa í fyrirtækjum. Kostnaður, eins og innkaups- og flutningsverð, hefur beina tengingu við magnbundnar innkaupaákvarðanir. Oft eru aðrir kostnaðarliðir eins og birgðahaldskostnaður, fjárbinding og pöntunarkostnaður ekki eins skýrir og sýnilegir. Innkaupafólk fær oft ámæli um að skortur sé á vörum en fær aftur á móti hrós um að veltuhraðamarkmiðum sé náð. Starfsfólk í innkaupum eru lykilaðilar í að tryggja skilvirkt vöruflæði, því er mikilvægt að það hafi skýrt umboð til athafna sem eru afmörkuð með skýrum mælikvörðum árangurs.

Markmið námskeiðsins:

Á námskeiðinu eru grunnatriði innkaupa- og vörustjórnunar kynnt. Farið er yfir leiðir við forgangsröðun innkaupa þar sem áhersla er á hámörkun veltuhraða og samtímis lágmörkun hættu á vöruskorti. Helstu áskoranir innkaupa eru rýndar og ræddar. Markmiðið er að í lok námskeiðsins sitji eftir mögulegar leiðir til að bæta innkaupastýringu.

Um námskeiðið :

Námskeiðið er stutt og hagnýtt, þar sem fjallað verður um grunnþætti innkaupa- og vörustjórnunar. Að námskeiði loknu hafi nemendur öðlast skilning á eftirfarandi þáttum:
  • Grunnatriði innkaupastjórnunar
  • Áhrif skilvirkra innkaupa á arðsemi
  • Mikilvægi ABC greiningar
  • Notkun líftímagreininga við innkaup
  • Beinn og óbeinn kostnaður tengdur innkaupum
  • Samspil birgðaverðmætis og þjónustustigs
Leiðbeinandi: Kristján M. Ólafsson. Kristján er framkvæmdastjóri sölu- og þjónustu hjá Vínbúðunum. Hann er menntaður verkfræðingur og með MBA gráðu. Kristján hefur starfað við vörustjórnun bæði sem starfsmaður fyrirtækja og við ráðgjöf á því sviði.
 
Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Ef til vill er um að ræða ákjósanlega morgunstund fyrir ykkur sjálf eða starfsfólk á ykkar vegum? Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungs afsláttur af námskeiðsgjaldinu.

Námskeiðið er hluti af námskeiðum sem vörustjórnunnarfélagið helfur í febrúar 2023

Sjá Forsíðufrétt um námskeiðin

Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst veglegur afsláttur.
Þatttökugjald fyrir stök namskeid:

  • Fyrir adilðafelog 28.900 kr
  • Fulltgjald 39.900 kr
Skráningar berist á netfangid :  skraning@logistics