You are currently viewing Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 7. maí 2019

Þriðjudaginn 7. maí fer fram Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2019 á Grand Hótel í Reykjavík.

Yfirskrift ráðstefnunnar er:

Vörustjórnun og Fjórða Iðnbyltingin: Rekjanleiki með nýjum kröfum og tækni

 

Hér að neðanverðu eru fyrirlestrar ráðstefnunnar aðgengilegir:

Smelltu hér til að skoða dagskránna

Á ráðstefnunni munu fjölmargir aðilar, íslenskir og erlendir, flytja erindi sem tengjast rekjanleika og þeim möguleikum sem rekjanleiki býður uppá með nýrri tækni og gerir fyrirtækjum og stofnunum kleift að nýta sér í starfsemi sinni. Slíkt hefur marga kosti, þám. að auka þjónustugæði við afhendingu vara, auka sýnileika fyrir viðskipavini sem auðveldar val á vörum, auka öryggi vöru og innihalds, koma í veg fyrir svindl í markaðsetningu og stuld, auka gagnsæi gegnum aðfangakeðjuna, minnka kostnað við rangar afhendingar, gera skráningu kolefnafótspors mögulegt, auka fæðuöryggi og minnka sóun, minnka áhættu, ásamt mörgu fleiru. Á ráðstefnunni er horft til hvaða raunhæfu möguleikar eru til staðar til að auka virði vöru á markaði með betri og háþróaðri rekjanleika, notkun staðla og aukin tengjanleika milli fyrirtækja til að bæta stöðu neytenda, samkeppnisstöðu fyrirtækja og  afurðir á íslenskri og erlendri grundu.

Ráðstefnugjald er 29.900 kr. en félagar í Vörustjórnunarfélaginu greiða 23.900 kr. fyrir sætið. Skráning í félagið er gerð hér.

Um er að ræða lykilráðstefnu ársins í vörustjórnunarmálum og það er von okkar að fyrirtæki og fólk með áhuga á þessu sviði láti ráðstefnuna ekki framhjá sér fara.

Húsið opnar kl. 8.00 með skráningu, kaffi og bakkelsi en dagskráin hefst stundvíslega kl. 8.30 og stendur til 12.00.

Vinsamlegast athugið að skráningar þurfa að berast fyrir hádegi 6. maí gegnum skráningarsíðu.

Velkomin!