You are currently viewing Áhugaverð námskeið um vörustjórnun

Vörustjórnunarfélagið kynnir þrjú áhugaverð námskeið um vörustjórnun og tengd svið.
Námskeiðin verða haldin 9. 15. og 23. febrúar 2023.

(Kennari: Kristján Ólafsson, haldið 9. feb)
  • HÁMÖRKUN ÞJÓNUSTUSTIGS
  • LÁGMÖRKUN FJÁRBINDINGAR
(Kennari: Jóhanna Jónsdóttir, haldið 15. feb)
  • VIÐFANGSEFNI OG SKORÐUR Í INNKAUPUM
  • VELTUHRAÐI OG AÐRIR MÆLIKVARÐAR HAGKVÆMRA INNKAUPA
(Kennari: Thomas Möller, haldið 23. feb)
  • SKILVIRK INNKAUP – LÁGMÖRKUN KOSTNAÐAR
  • BIRGJASAMSKIPTI

Vegna fyrirspurna og hvatninga hefur félagið ákveðið að bjóða uppá samstæð námskeið um grundvallaratriði aðfangakeðju- og vörustjórnunar. Námskeiðin henta m.a. stjórnendum fyrirtækja og starfsfólki sem vinna við vörustjórnun.

Ýmislegt bendir til þess að vöruverð sé hærra hérlendis en í nágrannalöndum, lega lands og aðstæður gætu verið hluti þessa sannleika en einnig gætu verið leiðir til að lækka vörustjórnunarkostnað með það að markmiði að auka skilvirkni og samkeppnishæfni landsins.

Það er von okkar í stjórn Vörustjórnunarfélagsins að þetta geti gagnast starfsfólki í vörustjórnun og lagt grunn að fleiri slíkum námskeiðum og að aukinni þekkingu í greininni.

Nánari lýsingar á einstökum námskeiðum eru á heimasíðu félagsins www.logistics.is. Námskeiðin fara fram 9. 15. og 23. febrúar 2023 og verða haldin að Nauthólsvegi 100 (Bragganum). Námskeið standa frá 8.45 til 12.00. Hámarksfjöldi í hverju námskeiði er 16 manns. Kaffi og léttar veitingar verða í boði.

Leiðbeinendur eru:

  • Kristján M. Ólafsson framkvæmdastjori vínbúdanna og stundakennari vid HL
  • Jóhanna Jónsdottir framkvæmdastjori Banana ehf.
  • Thomas Moller sjálfstætt starfandi rádgjafi og stundakennari vid Haskólann á Bifrost.
Þrieykid er med áratuga reynslu vid vörustjornun og ætlar að midla af reynslu sinni og kynna aðferdir til auka skilvirkni fyrirtækja a svidi vörustjornunar.
 
Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst veglegur afsláttur. Þatttökugjald fyrir stök namskeid:
  • Fyrir adilðafelog 28.900 kr
  • Fulltgjald 39.900 kr
Skráningar berist á netfangid : skraning@logistics.is