You are currently viewing Alþjóðlegt tungumál viðskiptanna – Vinnustofa 21. feb. 2018.
  • Post category:Námskeið

Vörustjórnunarfélagið kynnir áhugaverða hálfs dags vinnustofu um hagnýtingu GS1 strikamerkjatækninnar í vörustjórnun.

Vinnustofan ber yfirskriftina „Alþjóðlegt tungumál viðskiptanna“ og er hugsuð fyrir verslunar-, flutninga- og framleiðslufyrirtæki. Hún fer fram miðvikudaginn 21. febrúar nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar. Opnað hefur verið fyrir skráningu á skraning@logistics.is.

Farið verður í mikilvæga þætti er varða notkun strikamerkjatækninnar og skráningu vöruupplýsinga, rýnt verður í kröfur evrópskra og alþjóðlegra reglugerða varðandi Omnichannel, og fjallað um þróun á sviðum rekjanleika, EPC/Blockchain, svo eitthvað sé nefnt.

Þátttakendur fá einnig leiðsögn í hagnýtu verkefni sem snýr að skráningu matvara í netverslun.

Leiðbeinandi er Benedikt Hauksson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri GS1 Ísland.

Endilega kynnið ykkur efni vinnustofunnar í meðfylgjandi auglýsingu (PDF). Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungsafsláttur á vinnustofuna, sbr. auglýsingu:

Alþjóðlegt tungumál viðskiptanna – Vinnustofa 21. febrúar nk.