Innnes ehf. býður félagsmönnum Vörustjórnunarfélagsins að kynna sér sjálfvirkt vöruhús fyrirtækisins að Korngörðum 3.


Fróðlegt verður að heyra um reynslu Innnes eftir 2ja ára rekstur, og hvaða áhrif og hagræðing tölvuvætt vöruhús hefur haft á rekstur miðað við hefðbundin vöruhús.

Mæting er þann 26. janúar kl 15:00 og hefst dagskrá með kynningu og skoðun á vöruhúsinu en að því loknu verður boðið uppá léttar veitingar og fyrirspurnum svarað.

Skráningar berist til Vörustjórnunarfélagsins á skraning@logistics.is þar sem fram kemur nafn starfsmanns og fyrirtæki.