Haustráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 26. nóvember 2019
Þriðjudaginn 26. nóvember fer fram Haustráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2019 á Grand Hótel í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er: Plastnotkun í vörudreifingu – áskoranir og lausnir Á ráðstefnunni verða fyrirlestrar um áskoranir í vörustjórnun sem mörg fyrirtæki standa frammi fyrir. Einvala lið fyrirlesara með innsýn í ólík svið viðfangsefnisins munu deila með okkur sinni sýn.