Þriðjudaginn 26. Nóvember fer fram Haustráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2019 á Grand Hótel í Reykjavík.

Yfirskrift ráðstefnunnar er:

Plastnotkun í vörudreifingu – áskoranir og lausnir

Dagskráin er eftirfarandi:

08:00 – 08:30 Skráning
08:30 – 08:50 Notkun og hlutverk plasts í vörudreifingu – Vöstustjórnunarfélagið
08:50  09:10 Plast er ekki bara plast – Nýsköpunarmiðstöð
09:10 – 09:30 Þarf plast í vörudreifingu – hugmyndir um nýjar lausnir ‚ HÍ.
09:30 – 09:50 Hlutverk plasts í flutningum – Samskip
09:45  10:15 Kaffi
10:20 – 10:40 Umhverfismál í sjávarútvegi
10:40 – 11:00 Notkun plast í grænmetisiðnaði – Sölufélag garðyrkjumanna
11:00 – 11:20 Plastnotkun í smásölu – Krónan
11:20 – 11:40 Endurvinnsla og förgun – Terra
11:40 – 11:55 Endurvinnsla á Íslandi og Ábyrgð framleiðanda – Pure North Recycling
11:55 – 12:00 Lokaorð

Skráning í félagið er gerð hér.

Plast hefur á síðustu misserum fengið mikla umfjöllun í samfélaginu, m.a. vegna óheftrar dreifingu í umhverfinu en á sama tíma skipað stóran sess í pökkun neytendapakkninga sem eftir notkun flestir eru að flokka og sjá til að plastið rati rétta leið í enduvinnslu og endurnýtingu. Samtímis er það staðreynd að plast gegnir mikilvægu hlutverki, þ.á.m. að verja vörur fyrir utanaðkomandi áhrifum og tryggja að þær skili sér heilar til neytenda og hindra matarsóun þar sem slíkar umbúðir gegna mikilvægu hlutverki í að auka endingartíma matvöru. Til viðbótar gegnir plast mikilvægu hlutverki í vörudreifingu þar sem það er skilvirk leið til að halda vörum saman á flutningseiningum eins og brettum og styðja einfaldari og hraðvirkari flutninga frá sendanda til viðtakanda auk þess að vernda vörur frá utanaðkomandi áhrifum. Á ráðstefnunni verður fjallað um þetta víðamikla samfélagslega viðfangsefni og ræddar leiðir og lausnir til að tryggja skilvirka vörudreifingu með minni notkun á plasti.

Um er að ræða lykilráðstefnu ársins í vörustjórnunarmálum og það er von okkar að fyrirtæki og fólk með áhuga á þessu sviði láti ráðstefnuna ekki framhjá sér fara.

Húsið opnar kl. 8.00 með skráningu, kaffi og bakkelsi en dagskráin hefst stundvíslega kl. 8.30 og stendur til 12.00.

Velkomin!