Hámörkun þjónustustigs og lágmörkun fjárbindingar
Birgðanákvæmni er eitt af því mikilvægasta sem fyrirtæki, sem halda birgðir af einhverju tagi þurfa að hafa í lagi til þess að viðhalda réttu jafnvægi birgða í vöruhúsi. Ef birgðanákvæmni er ekki í góðu lagi þá má leiða líkum að því að þjónustustig fyrirtækis til viðskiptavina sinna sé ekki til þess fallið að skapa samkeppnisforskot. Fjárbinding í birgðum er of há og/eða að tapaðar sölur algengar vegna vöruskorts, framleiðsla stöðvast vegna vöruskorts, birgðir tínast o.s.fv.
Hvaða sölumaður kannast ekki við það að geta ekki með 100% vissu svarað viðskiptavininum hvort vara sé raunverulega til í birgðum eða ekki, þar sem upplýsingar í birgðakerfi eru ekki nægilega réttar?
Markviss vinna við að greina ástæður birgðaónákvæmni og umbótavinna getur skilað verulegum ávinningi til fyrirtækja með m.a. auknu þjónustustigi, minni starfsmannakostnaði, aukinni sölu, minni fjárbindingu, minni sóun o.fl.
Markmið námskeiðsins:
Að þátttakendur skilji mikilvægi birgðanákvæmnis og afleiðingar í starfsemi fyrirtækja. Að loknu námskeiði er gert ráð fyrir að þátttakendur geti með kerfisbundnum hætti hafið umbótavinnu til þess að auka birgðanákvæmni strax í daglegu starfi með einföldum aðferðum sem settar eru fram á námskeiðinu.
Um námskeiðið :
- Hvað er birgðanákvæmni?
- Hvernig birgðanákvæmni er reiknuð
- Af hverju skiptir birgðanákvæmni máli í fyrirtækjum
- Helstu aðferðir við birgðaleiðréttingar
- Hvernig birgðanákvæmni er mæld?
- Þekki leiðir til þess að greina orsakir lélegrar birgðanákvæmni
- Þekki leiðir til að auka birgðanákvæmni
Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Ef til vill er um að ræða ákjósanlega morgunstund fyrir ykkur sjálf eða starfsfólk á ykkar vegum?
Námskeiðið er hluti af námskeiðum sem vörustjórnunnarfélagið helfur í febrúar 2023
Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst veglegur afsláttur.
Þatttökugjald fyrir stök namskeid:
- Fyrir adilðafelog 28.900 kr
- Fulltgjald 39.900 kr