Heimsókn til Samskipa – fimmtudagur 3. maí

Það er komið að næstu fyrirtækjaheimsókn Vörustjórnunarfélagsins: Til Samskipa hf. fimmtudaginn 3. maí kl. 8.30. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu bjóða gestum upp á kynningu og umræður um sumt af því sem er á döfinni í rekstri fyrirtækisins. Einkum verður leitast við að veita innsýn í starfsemi fyrirtækisins erlendis og rætt um hvað er helst að gerjast á evrópskum flutningamarkaði nú um stundir.   Þetta er upplagt tækifæri fyrir fólk í vörustjórnun og flutningum að fá kynningu á því sem stendur fyrir dyrum hjá stórfyrirtæki í þessum geira. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar með kynningunni svo þetta ætti að geta orðið ákjósanleg byrjun á umræddum fimmtudegi!   Mæting stundvíslega fyrir kl. 8.30 í aðalstöðvar Samskipa í Kjalarvogi 7-15, 104 Rvk. Kynningin fer fram í ráðstefnusalnum á 3. hæð aðalstöðvanna. Skráning fer fram með tölvupósti á skraning@logistics.is, þar sem fram koma nöfn, tölvupóstur og fyrirtæki.     Við hlökkum til að sjá ykkur!

Slökkt á athugasemdum við Heimsókn til Samskipa – fimmtudagur 3. maí

Alþjóðlegt tungumál viðskiptanna – Vinnustofa 21. feb. 2018.

Vörustjórnunarfélagið kynnir áhugaverða hálfs dags vinnustofu um hagnýtingu GS1 strikamerkjatækninnar í vörustjórnun. Vinnustofan ber yfirskriftina "Alþjóðlegt tungumál viðskiptanna" og er hugsuð fyrir verslunar-, flutninga- og framleiðslufyrirtæki. Hún fer fram miðvikudaginn 21. febrúar nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar. Opnað hefur verið fyrir skráningu [su_button button url="https://logistics.is/skraning_a_atburd/"icon="icon: pencil" desc="Fara á skráningarsíðu"]Skráning[/su_button] Farið verður í mikilvæga þætti er varða notkun strikamerkjatækninnar og skráningu vöruupplýsinga, rýnt verður í kröfur evrópskra og alþjóðlegra reglugerða varðandi Omnichannel, og fjallað um þróun á sviðum rekjanleika, EPC/Blockchain, svo eitthvað sé nefnt. Þátttakendur fá einnig leiðsögn í hagnýtu verkefni sem snýr að skráningu matvara í netverslun. Leiðbeinandi er Benedikt Hauksson, verkfræðingur og framkvæmdastjóri GS1 Ísland. Endilega kynnið ykkur efni vinnustofunnar í meðfylgjandi auglýsingu (PDF). Takmarkaður fjöldi þátttakenda. Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungsafsláttur á vinnustofuna, sbr. auglýsingu: Alþjóðlegt tungumál viðskiptanna - Vinnustofa 21. febrúar nk.  

Slökkt á athugasemdum við Alþjóðlegt tungumál viðskiptanna – Vinnustofa 21. feb. 2018.

Fyrirtækjaheimsókn til Banana ehf. 24. janúar sl.

Hér má sjá fáeinar svipmyndir frá fyrirtækjaheimsókn VSFÍ til Banana ehf. þann 24. janúar sl. Það var full mæting og forsvarsmenn fyrirtækisins buðu upp á góða kynningu, auk þess var hópnum skipt í tvennt og gestir leiddir í vettvangsferð um athafnasvæði fyrirtækisins. Við þökkum fyrir okkur!

Slökkt á athugasemdum við Fyrirtækjaheimsókn til Banana ehf. 24. janúar sl.

Heimsókn til HB Granda þriðjud. 21. nóv. kl. 8:30-10:00

Vetrardagskrá félagsins hefst með opinni heimsókn til HB Granda hf. í Reykjavík, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 8.30-10.00.   Þátttakendum verður boðið upp á kynningu á ýmsum þáttum í vörustjórnun og aðfangakeðju fyrirtækisins. Þetta er áhugavert tækifæri til að fá innsýn í vörustjórnun leiðandi fyrirtækis í íslenskum sjávarútvegi. Boðið verður upp…

Slökkt á athugasemdum við Heimsókn til HB Granda þriðjud. 21. nóv. kl. 8:30-10:00

Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 30. maí 2017

Þriðjudaginn 30. maí fer fram Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2017 á Grand Hótel í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er: VÖRUSTJÓRNUN – Lykill að aukinni framleiðni? Skráning fer fram hér eða með tölvupósti á skraning@logistics.is þar sem fram koma nöfn þátttakenda, nafn fyrirtækis/stofnunar og kennitala greiðanda. Smelltu á myndirnar til að lesa meira um…

Slökkt á athugasemdum við Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 30. maí 2017