• Post category:Almennt

Velkomin á nýja heimasíðu Vörustjórnunarfélags Íslands. Hið 25 ára gamla félag er nú endurvakið eftir áralangt hlé en markmið félagsins er að kynna og skapa umræðu um vörustjórnun og tengd málefni á Íslandi. Þetta verður gert með því að dreifa upplýsingum til félagsmanna, bjóða upp á morgunfundi í samvinnu við ýmis fyrirtæki á Íslandi og halda eða taka þátt í ráðstefnum sem tengjast málefnum vörustjórnunar.