• Post category:Almennt

Fimmtudaginn 26. apríl, kl. 8:30 – 9:30, býður Hýsing, í samstarfi við Vörustjórnunarfélag Íslands, áhugasömum að skoða vöruhótel fyrirtækisins að Skútuvogi 9.

Starfsmenn fyrirtækisins munu kynna starfsemina yfir léttum morgunverði. Síðan verður boðið upp á skoðunarferð um vöruhótelið sem þjónustar viðskiptavini með lagerhald, afgreiðslu og vörumerkingum eða hvað annað sem þarf að gera svo að vara, sem sett er á markað, sé tilbúin til sölu.
Heimasíða Hýsingar er: www.voruhysing.is.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta þurfa að skrá þátttöku fyrir hádegi daginn áður, með því að senda póst á netfangið skraning@logistics.is.