Vörustjórnunarfélagið kynnir nýtt hálfs dags námskeið 2. júní 2022.
Á námskeiðinu fjallar Thomas Möller hagverkfræðingur og MBA um þær áskoranir sem stjórnendur standa frammi fyrir sem afleiðingar af Covid19 og þeim truflunum sem hafa orðið á aðfangakeðjum í heiminum í kjölfar heimsfaraldurs og ófriðar í Evrópu.
Námskeiðið hentar stjórnendum fyrirtækja og starfsfólki við vörustjórnun.
Einnig er þetta ákjósanlegt tækifæri fyrir starfsfólk að velta fyrir sér og fræðast um þær miklu breytingar sem hafa orðið á aðfangakeðjum síðustu misserin.
Leiðbeinandi:
Leiðbeinandi er Thomas Möller hagverkfræðingur og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Thomas er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stundakennari við Háskólann á Bifröst.
Thomas er með áratuga reynslu við stjórnun aðfangakeðja í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, m.a. í Eimskip, Olís, Parlogis, Innnes, Rekstrarvörum auktjórnarmennsku í Símanum, Íslandspósti, Reitum og Rarik.
Þáttökugjald/Skráning:
Fyrir aðildafélög : 23.900 kr
Fullt gjald : 34.900 kr
Opnað hefur verið fyrir skráningu með því að ýta á hnappinn hér að neðan eða á
Aðildarfyrirtækjum og öðrum
félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungs afsláttur á námskeiðið.
Námskeiðið fer fram Fimmtudaginn 2. júní nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar.
Námskeiðið er frá kl. 8.45 til 12.15 með kaffihléi.
Kaffi og léttar veitingar verða í boði