Námskeiðið er stutt hagnýtt námskeið um grunnþætti birgðanákvæmni og öðlast nemendur skilning á:
– Hvað er birgðanákvæmni?
– Hvernig birgðanákvæmni er reiknuð.
– Afhverju skiptir birgðanákvæmni máli í fyrirtækjum
– Helstu aðferðir við birgðaleiðréttingar
– Hvernig birgðanákvæmni er mæld?
– Þekki leiðir til þess að greina orsakir lélegrar birgðanákvæmni
– Þekki leiðir til að auka birgðanákvæmni
Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 1. desember nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar, en um er ræða hálfs dags námskeið frá kl. 8.45 til 12.15 með kaffihléi.
Kaffi og léttar veitingar verða í boði.
Leiðbeinandi verður Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir en hún starfar sem framkvæmdastjóri Banana ehf. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhanna hefur yfir 20 ára starfs-reynslu við stjórnun aðfangakeðju, sérstaklega innkaupa- & birgðastjórnun m.a hjá Össur, Bláa Lóninu, Distica, Innnes o.fl. ásamt ýmsum sérverkefnum.
Þáttökugjald:
fyrir aðildafélög 23.900 kr
Fullt gjald 34.900 kr
Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Ef til vill er um að ræða ákjósanlega morgunstund fyrir ykkur sjálf eða starfsfólk á ykkar vegum? Opnað hefur verið fyrir skráningu með því að ýta á hnappinn hér að neðan. Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungs afsláttur á námskeiðið