NÝJAR ÁSKORANIR Í VÖRUSTJÓRNUN - ELASTIC LOGISTICS

NÁMSKEIÐ 2. júní 2022

Skráning stendur yfir

Days
Hours
Minutes

Um er að ræða hagnýtt námskeið fyrir Vörustjórnunarfólk

  • Fjallað verður um um flutningaheiminn í dag, orsakir truflana á aðfangakeðnum og hvaða ráðstafanir fyrirtæki um allan heim eru að gera til að liðka fyrir flutningum og auka skilvirkni aðfangakeðjanna.
  • Talið er að það taki a.m.k. tvö ár í viðbót að koma aðföngum heimsins í eðlilegt horf. Fjallað er um aðgerðir flutningafyrirtækja, framleiðenda, heildsala og smásala á þessum sviðum og hvað þau eru að gera í dag til að koma vörustjórnuninni í lag.
  • Það er ljóst að ástæða verðbólgu um allan heim, truflana í framleiðslu og í smásöluverslun er hægt að heimfæra á alþjóðlegar aðfangakeðjur.Fjallað verður um helstu áskoranir í vörustjórnun næstu 3 árin að mati helstu sérfræðinga á þessu sviði.
  • Fjallað verður um það hvað íslensk fyrirtæki geta gert til að minnka áhrifin af ofangreindum truflunum og hvernig þau hafa brugðist við þessari áskorun.
  • Fjallað verður um leiðir til að minnka birgðir og auka þjónustustig á tímum óvissu í aðfangakeðjum.

Dagsetning: 2. júní 2022
Lengd: Hálfur dagur 
Mæting: kl. 8.45
Kringlan 7, 9. hæð, Húsi Verslunarinnar

Þáttökugjald
Fyrir aðildarfélög: 23.900 kr.
Fullt gjald: 34.900 kr.

Leiðbeinandi

THOMAS MÖLLERr

Leiðbeinandi er Thomas Möller hagverkfræðingur og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Thomas er sjálfstætt starfandi ráðgjafi og stundakennari viðáskólann á Bifröst.

Thomas er með áratuga reynslu við stjórnun aðfangakeðja í mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins, m.a. í Eimskip, Olís, Parlogis, Innnes, Rekstrarvörum auk stjórnarmennsku í Símanum, Íslandspósti, Reitum og Rarik.

Láttu vita af okkur á :

Share on facebook
Facebook
Share on twitter
Twitter
Share on linkedin
LinkedIn
Share on digg
Digg

© 2018 Vörustjórnunarfélagið | Hönnun og vefumsjón - WpUmsjon.is