ORKUSKIPTI Í VÖRUFLUTNINGUM – HAUSTRÁÐSTEFNA 2022
Eru rafknúin flutningatæki raunhæfur kostur fyrir sjó- og landflutninga?Þriðjudaginn 18. október verður haustráðstefna Vörustjórnunarfélags Íslands 2022 haldin á Grand Hótel í Reykjavík. Orkuskipti eru brýnt málefni fyrir mörg fyrirtæki þessi misserin, að mörgu er að hyggja áður en ákvarðanir eru teknar.Einvala lið fyrirlesara með innsýn í ólík svið endurnýjanlegra orkugjafa munu deila…

			
			
	
			
			
	
			
			
	
			
			
	
			
			
	
Það er komið að næstu fyrirtækjaheimsókn Vörustjórnunarfélagsins: Til Samskipa hf. fimmtudaginn 3. maí kl. 8.30. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu bjóða gestum upp á kynningu og umræður um sumt af því sem er á döfinni í rekstri fyrirtækisins. Einkum verður leitast við að veita innsýn í starfsemi fyrirtækisins erlendis og rætt um hvað er helst að gerjast á evrópskum flutningamarkaði nú um stundir.
 
Þetta er upplagt tækifæri fyrir fólk í vörustjórnun og flutningum að fá kynningu á því sem stendur fyrir dyrum hjá stórfyrirtæki í þessum geira. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar með kynningunni svo þetta ætti að geta orðið ákjósanleg byrjun á umræddum fimmtudegi!
 
Mæting stundvíslega fyrir kl. 8.30 í aðalstöðvar Samskipa í Kjalarvogi 7-15, 104 Rvk. Kynningin fer fram í ráðstefnusalnum á 3. hæð aðalstöðvanna. Skráning fer fram með tölvupósti á