Fjarfundarröð Vörustjórnunarfélags Íslands.

Fjarfundarröð Vörustjórnunarfélags Íslands.

 

Vörustjórnunarfélags Íslands ætlar að koma á fót fjarfundarröð (Webinars) til að bregðast við takmörkunum á samkomum og munu koma að einhveju leiti í stað fyrirtækjaheimsókna sem félagagið hefur staðið fyrir síðustu misseri.

 

Fjarfundirnir verða með því móti að einn eða fleiri einstaklingar munu flyta stutta framsögu og síðan svara spurningum sem þáttakendur hafa sent inn á meðan á framsögu stendur og umræður fara fram.

 

Á fyrsta fundurinum munu:

Gréta María Grétarsdóttir Framkvæmdarstjóri Krónunnar og

Jóhanna Þ. Jónsdóttir Framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innnes

flytja framsögu sem tengist þema fundarins og er: „Heildsala og smásala á COVID-19 tímum – hver voru áhrifin og hvernig var brugðist við“

 

Fundurinn fer fram mánudaginn 18 maí kl 13:00 og er aðgengilegur hér.

Slökkt á athugasemdum við Fjarfundarröð Vörustjórnunarfélags Íslands.

Námskeið 4.febrúar: Birgðanákvæmni – Hámörkun þjónustustigs og lágmörkun fjárbindingar​

Vörustjórnunarfélag Íslands kynnir nýtt hálfs dags námskeið sem ber yfirskriftina „Birgðanákvæmni – Hámörkun þjónustustigs og lágmörkun fjárbindingar“

Námskeiðið fer fram þriðjudaginn 4. febrúar nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar, en um er ræða hálfs dags námskeið frá kl. 8.45 til 12.15 með kaffihléi.



Leiðbeinandi verður Jóhanna Þorbjörg Jónsdóttir en hún starfar sem framkvæmdastjóri aðfangakeðju hjá Innnes. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík og er með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Jóhanna hefur yfir 20 ára starfsreynslu við stjórnun aðfangakeðju, sérstaklega innkaupa- & birgðastjórnun m.a hjá Össur, Bláa Lóninu, Distica o.fl. ásamt ýmsum sérverkefnum.



Námskeiðið er stutt hagnýtt námskeið um grunnþætti birgðanákvæmni og öðlast nemendur skilning á:

Hvað er birgðanákvæmni?

Hvernig birgðanákvæmni er reiknuð.

Afhverju skiptir birgðanákvæmni máli í fyrirtækjum

Helstu aðferðir við birgðaleiðréttingar

Hvernig birgðanákvæmni er mæld?

Þekkir leiði til þess að greina orsakir lélegrar birgðanákvæmni

Þekki leiðir til að auka birgðanákvæmni

Opnað hefur verið fyrir skráningu á kynningarsíðu námskeiðisinns

[su_button url="https://logistics.is/birgdanakvaemni-skraning//" style="flat" size="5" center="yes" icon="icon: graduation-cap"]SKRÁNING[/su_button]

Slökkt á athugasemdum við Námskeið 4.febrúar: Birgðanákvæmni – Hámörkun þjónustustigs og lágmörkun fjárbindingar​

Námskeið 21.mars: „Náðu betri tökum á innkaupum og vörustjórnun“

Vörustjórnunarfélag Íslands kynnir nýtt hálfs dags námskeið sem ber yfirskriftina „Náðu betri tökum á innkaupum og vörustjórnun“. Námskeiðið fer fram miðvikudaginn 21. mars nk. á 9. hæð í Húsi Verslunarinnar, en um er ræða hálfs dags námskeið frá kl. 8.15 til 12.15 með kaffihléi. Kennari á námskeiðinu er Thomas Möller, rekstrarráðgjafi hjá Investis.is og kennari í rekstrarstjórnun, birgðastýringu og vörustjórnun við Háskólann á Bifröst. Á námskeiðinu verður farið yfir aðferðir og nýjungar sem miða að skilvirkum innkaupum og lágmörkun kostnaðar í innkaupaferlinu. Sérstaklega verður á námskeiðinu hugað að birgjasamskiptum, farið í grundvallaratriði góðrar samningatækni og lykilatriði góðs árangurs á þessu sviði. Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Ef til vill er um að ræða ákjósanlega morgunstund fyrir ykkur sjálf eða starfsfólk á ykkar vegum? Opnað hefur verið fyrir skráningu með tölvupósti á síðu námskeiðisins. Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst þriðjungs afsláttur á námskeiðið

Opnað hefur verið fyrir skráningu á kynningarsíðu námskeiðisinns

[su_button url="https://logistics.is/snraninga-a-nadu-betri-tokum-a-innkaupum-og-vorustjornun//" style="flat" size="5" center="yes" icon="icon: graduation-cap"]SKRÁNING[/su_button]

Slökkt á athugasemdum við Námskeið 21.mars: „Náðu betri tökum á innkaupum og vörustjórnun“