náðu betri samningum við birgja
Á námskeiðinu verður fjallað um grundvallaratriði í samningatækni, farið yfir aðferðir og undirbúning samningaviðræðna við vörubirgja, bæði innlenda og erlenda, einnig flutningsaðila, leigusala og þá sem selja þjónustu í aðfangakeðjunni. Fjallað verður lykilatriði góðs árangurs á þessu sviði
Markmið námskeiðsins:
Að efla bæta samningsstöðu þátttakenda við samingaborðið til að ná betri verðum og kjörum á aðkeyptri þjónustu og vörum.
Áhersla er lögð á hin mörgu samningsatriðisem þarf að ræða og meta vægi hvers þeirra við samningaborðið.
Sérstök áhersla er lögð á þekkingu á hagsmunasamningum og það hvað einkennir gott samningafólk sem nær árangri í samningaviðræðum.
Sérstaklega verður á hugað að jákvæðum birgjasamskiptum sem tryggja að báðir aðilar hafi hag af samningunum.
Kennari á námskeiðinu er Thomas Möller, verkfræðingur og MBA, rekstrarráðgjafi, stjórnarmaður í RARIK og kennari í rekstrarstjórnun, birgðastýringu og vörustjórnun við Háskólann á Bifröst.
Námskeiðið hentar innkaupa- og vörustjórnunarfólki á ýmsum stigum. Fræðandi morgunstund sem skilar árangri í daglegum störfum strax eftir námskeiðið.
Námskeiðið er hluti af námskeiðum sem vörustjórnunnarfélagið hellur í febrúar 2023
Aðildarfyrirtækjum og öðrum félögum í Vörustjórnunarfélaginu býðst veglegur afsláttur.
Þatttökugjald fyrir stök namskeid:
- Fyrir adilðafelog 28.900 kr
- Fulltgjald 39.900 kr
Skráningar berist á netfangid : skraning@logistics
Ítarlegri frétt um hvert námskeið fyrir sig
- INNKAUPASTJÓRNUN – LYKILL AÐ SKILVIRKU VÖRUFLÆÐI
- BIRGÐANÁKVÆMNI
- SAMNINGATÆKNI FYRIR INNKAUPAFÓLK