Vetrardagskrá félagsins hefst með opinni heimsókn til HB Granda hf. í Reykjavík, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 8.30-10.00.
Þátttakendum verður boðið upp á kynningu á ýmsum þáttum í vörustjórnun og aðfangakeðju fyrirtækisins. Þetta er áhugavert tækifæri til að fá innsýn í vörustjórnun leiðandi fyrirtækis í íslenskum sjávarútvegi. Boðið verður upp á léttar morgunveitingar á undan kynningu sem fer fram í Marshall húsinu.
Ath. fjöldatakmörk gilda: Að hámarki 40 einstaklingar geta skráð sig á þennan atburð, fyrstir koma – fyrstir fá (FKFF).
Opnað hefur verið fyrir skráningu með tölvupósti á skraning@logistics.is, þar sem fram kemur fullt nafn og kennitala, tölvupóstur og fyrirtæki/vinnustaður.