HEIMSÓKN Í HÁTÆKNIVÖRUHÚS – SKRÁNING
Innnes ehf. býður félagsmönnum Vörustjórnunarfélagsins að kynna sér sjálfvirkt vöruhús fyrirtækisins að Korngörðum 3. Fróðlegt verður að heyra um reynslu Innnes eftir 2ja ára rekstur, og hvaða áhrif og hagræðing tölvuvætt vöruhús hefur haft á rekstur miðað við hefðbundin vöruhús. Mæting er þann 26. janúar kl 15:00 og hefst dagskrá…

Það er komið að næstu fyrirtækjaheimsókn Vörustjórnunarfélagsins: Til Samskipa hf. fimmtudaginn 3. maí kl. 8.30. Forsvarsmenn fyrirtækisins munu bjóða gestum upp á kynningu og umræður um sumt af því sem er á döfinni í rekstri fyrirtækisins. Einkum verður leitast við að veita innsýn í starfsemi fyrirtækisins erlendis og rætt um hvað er helst að gerjast á evrópskum flutningamarkaði nú um stundir.
Þetta er upplagt tækifæri fyrir fólk í vörustjórnun og flutningum að fá kynningu á því sem stendur fyrir dyrum hjá stórfyrirtæki í þessum geira. Boðið verður upp á léttar kaffiveitingar með kynningunni svo þetta ætti að geta orðið ákjósanleg byrjun á umræddum fimmtudegi!
Mæting stundvíslega fyrir kl. 8.30 í aðalstöðvar Samskipa í Kjalarvogi 7-15, 104 Rvk. Kynningin fer fram í ráðstefnusalnum á 3. hæð aðalstöðvanna. Skráning fer fram með tölvupósti á