Eru rafknúin flutningatæki raunhæfur
kostur fyrir sjó- og landflutninga?
Þriðjudaginn 18. október verður haustráðstefna Vörustjórnunarfélags Íslands 2022 haldin á Grand Hótel í Reykjavík.
Orkuskipti eru brýnt málefni fyrir mörg fyrirtæki þessi misserin, að mörgu er að hyggja áður en ákvarðanir eru teknar.
Einvala lið fyrirlesara með innsýn í ólík svið endurnýjanlegra orkugjafa munu deila með okkur sýn á áskoranir og tækifæri við lausn á viðfangsefninu.
Um er að ræða mikilvæga ráðstefnu í vörustjórnunarmálum á Íslandi og það er von okkar að hagsmunaaðilar láti þennan viðburð ekki fram hjá sér fara.
Húsið opnar kl 8:15 með skráningu, kaffi og bakkelsi, en dagskráin hefst stundvíslega kl 8:45 og stendur til hádegis. Ráðstefnugjaldið er 24.900 kr. en félagsmenn fá 20% afslátt og greiða 19.900 kr.
Sjá dagskrá á skráningarsíðu
Hlökkum til að sjá ykkur,
Stjórn Vörustjórnunarfélags Íslands.