Spennandi ráðstefna um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í smásölu og heildsölu á Íslandi, fer fram miðvikudaginn 2. nóvember kl. 8:30 – 12:00 í salnum Kaldalóni í Hörpunni.
Hvernig á smásalan að bregðast við breyttri kauphegðun, netviðskiptum og auknum kröfum neytenda? Hvernig á heildsalan að bregðast við auknum eigin innflutningi smásölunnar, einkamerkjum og auknum kröfum smásölunnar?
Á ráðstefnunni verða ræddar nýjar áskoranir í verslun eins og hún blasir við þeim sem starfa á þessum markaði.
Frank Rehme, framkvæmdastjóri vöruþróunar ( „Head of Innovation Services“) hjá Metro System í Þýskalandi mun fjalla um þær breytingar sem Metro keðjan sér og tækifæri í verslun samfylgjandi net- og snjallsímavæðingunni. Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um þróun í verslunarmynstri samhliða aukinni verslun á netinu og hvaða þýðingu sú þróun hefur á flutninga. Fjallað verður um tækifæri sem felast í stöðlun og miðlægu aðgengi að vörulýsingum („datapool“) og því að framleiðendur skrái grunnupplýsingar um sínar vörur á aðgengilegan máta fyrir þá sem á því þurfa að halda. Einnig verður farið yfir hvaða þýðingu breytingar í verslun hafa á innkaup, flutninga, birgðir og kostnað.
Þetta er ráðstefna sem stjórnendur í verslunargeiranum ættu ekki að missa af.
Dæmi um atriði sem farið verður yfir á ráðstefnunni:
-Eru áskoranir í verslun á Íslandi aðrar en í löndunum í kring um okkur til dæmis hvað varðar verslunarmynstur.
– Mun hlutverk framleiðanda, heilsala og verslana breytast?
– Verða mörkin milli aðila óskýrari?
– Verður auðveldara fyrir bæði smásala og neytendur að panta vörur beint og fækka milliliðum?
– Hvaða þýðingu hefur það í áskorun fyrir þá sem starfa á þessum markaði og hvernig mun þjónusta flutningafyrirtækja breytast ef lotustærðir minnka?
Frank Rehme, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er leiðandi stjórnandi hjá METRO AG sem var stofnað í Þýskalandi árið 1964. METRO AG er í dag fjórða stærsta verslunarkeðja í heimi með um 700 verslanir í yfir 30 löndum og hjá þeim starfa um 300.000 manns.
Aðgangseyrir á ráðstefnuna er kr. 9.900 fyrir hvern þátttakanda.
Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til mánudagsins 31. október á skraning@logistics.is.