Fyrirlestur um Voice picking / Raddstýrða tiltekt vörupantana miðvikudaginn 26. nóvember, kl 8:30 – 10:00 í fundarsal GS1 Kringlunni 7, 9 hæð (Hús verslunarinnar).
Vörustjórnunarfélag Íslands býður til fyrirlestrar um Voice picking / raddstýrða tiltekt vörupantana í samstarfi við fyrirtækið Vocollect sem er leiðandi á þessu sviði, http://www.vocollectvoice.com.
Matt Gregory er Business Development Manager, EMEA Vocollect Solutions verður hér á Íslandi vikuna 24 til 28 november n.k. ásamt reyndum tæknimanni í innleiðingu á Vocollect lausnum. Því er tilvalið að kynna sér þessa tækni sem hefur þróast mjög hratt á síðustu árum.
Eimskip hefur nýtt sér þessa raddstýrðu lausn í Vöruhóteli sínu og fulltrúi Eimskips mun segja frá þeirra reynslu.
Þeir sem hafa áhuga á að mæta þurfa að skrá þátttöku fyrir hádegi í síðasta lagi daginn áður, 25 nóv. með því að skrá sig á heimasíðu félagsins: www.logistics.is.