Um félagið

Vörustjórnunarfélagið hefur það hlutverk að kynna aðferðir vörustjórnunar (logistics) og stuðla að umræðum um hagræðingu og framleiðni í rekstri og vinna að samvinnu þeirra sem slíkan áhuga hafa.

Markmið félagsins eru að standa fyrir öflun og dreifingu upplýsinga og fræðsluefnis, kynna og auka skilning á nauðsyn markvissar vörustjórnunnar og vera vettvangur fyrir faglega umræðu um málefni hennar auk þess að skapa félagsmönnum vettvang fyrir samskipti og tengsl.

Leiðir til að ná þessum markmiðum eru að standa að fundum, ráðstefnum og hvers konar fræðslustarfi um málefni sem snúa að vörustjórnun.  Standa fyrir innlendu og alþjóðlegu samstarfi um vörustjórnun við félög, menntastofnanir og fyrirtæki.  Auk þess að standa fyrir útgáfu og upplýsingagjöf til félagsmanna um málaflokkinn.

Stjórn

Ný stjórn félagsins var kjörin á aðalfundi 2016 og hana skipa:

  • Kristján M. Ólafsson (formaður)
  • Gunnar Stefánsson (varaformaður)
  • Benedikt Hauksson (gjaldkeri)
  • Thomas Möller (ritari)
  • Júlía Rós Atladóttir
  •  Kolbeinn Már Guðjónsson
  • Guðmundur Oddgeirsson
  • Gunnar Már Magnússon
  • Jóhanna Þ.Jónsdóttir

Samþykktir

1. gr. – Nafn og aðsetur

  • i. Nafn félagsins er Vörustjórnunarfélag Íslands.
  • ii. Heimili þess og varnarþing er í Reykjavik.
  • iii. Lén félagsins er www.logistics.is.

2. gr. – Tilgangur

Tilgangur félagsins er að kynna aðferðir vörustjórnunar (Logistics) og stuðla að hagræðingu og framleiðni í hvers konar rekstri og vinna að samvinnu þeirra sem slíkan áhuga hafa.

3. gr. – Markmið og verksvið

a) Markmið félagsins eru:

  • i. að standa fyrir öflun og dreifingu upplýsinga og fræðsluefnis um vörustjórnun.
  • ii. að kynna og auka skilning á nauðsyn markvissar vörustjórnunnar.
  • iii. að vera vettvangur fyrir faglega umræðu um málefni vörustjórnunar og skapa tengsl milli félagsmanna.

b) Verksvið félagsins eru:

  • i. að standa að útgáfu fréttabréfs og stuðla að útgáfu rita um vörustjórnun.
  • ii. að standa að fundum, ráðstefnum og hvers konar fræðslustarfi um málefni sem snúa að vörustjórnun.
  • iii. að standa að alþjóðlegu samstarfi við önnur alþjóðleg félög um vörustjórnun.
  • iv. að koma á og viðhalda samstarfi við innlend félagasamtök og menntastofnanir um málefni vörustjórnunar.

4. gr. – Félagsaðild

  • i. Einstaklingar, félög, fyrirtæki og stofnanir sem stuðla vilja að framgangi þess sem Vörustjórnunarfélagið hefur á stefnuskrá sinni geta orðið félagar þess.
  • ii. Hver félagi í Vörustjórnunarfélagi Íslands hefur eitt atkvæði við atkvæðagreiðslu í félaginu. Aðeins þeir félagar sem greitt hafa félagsgjöld sín hafa rétt til setu á aðalfundi. Atkvæðisréttur er bundinn við hvern skráðan einstakling.
  • iii. Félagsgjöld, og/eða hluti þeirra, eru ekki endurgreidd við úrsögn úr félaginu.

5. gr. – Árgjöld

  • i. Aðalfundur tekur ákvörðun um árgjöld fyrir eitt ár í senn.
  • ii. Stjórn félagsins getur tekið aðila af félagsskrá sem skulda árgjald fyrir eitt ár, enda hafi þeir verið krafðir um greiðslu.
  • iii. Starfsár félagsins er almanaksárið.

6. gr. – Stjórn félagsins

  • i. Stjórn félagsins skal skipuð fimm til átta (5-8) mönnum kosnum á aðalfundi. Hvert ár er helmingur stjórnarmanna kosinn til tveggja ára.
  • ii. Formaður skal kosinn sérstaklega, til eins árs í senn.
  • iii. Hlutkesti skal ráða séu atkvæði jöfn.
  • iv. Stjórn skiptir með sér verkum og kýs varaformann, ritara og gjaldkera.

7. gr. – Stjórnarfundir

i. Formaður boðar til stjórnarfundar eftir því sem þurfa þykir.
ii. Skylt er að boða til stjórnarfundar innan tveggja vikna óski einhver stjórnarmanna eftir því.
iii. Stjórnarfundur er starfhæfur ef meirihluti stjórnarmanna er mættur.
iv. Hætti stjórnarmaður í stjórn félagsins skal kjósa annan í hans stað á næsta aðalfundi félagsins.

8. gr. – Verkefni stjórnar

  • i. Megin verkefni stjórnar er að fylgja eftir markmiðum og verksviði félagsins sbr. 3. grein samþykktanna.
  • ii. Stjórn félagsins boðar til aðalfundar að minnsta kosti einu sinni á ári.
  • iii. Stjórn félagsins undirbýr aðalfundi félagsins og leggur fram skýrslu félagsins og leggur fram reikninga til samþykktar. Stjórn undirbýr fjárhagsáætlun og leggur fram tillögu að félagsgjöldum.
  • iv. Stjórn félagsins getur skipað faghópa um sértæk málefni innan vörustjórnunar.
  • v. Ákvarðanir stjórnar skulu byggðar á meirihluta atkvæða. Hver stjórnarmeðlimur hefur eitt atkvæði á stjórnarfundum.
  • vi. Allar ákvarðanir stjórnar skulu skráðar í fundargerð.

9. gr. -Aðalfundur

Aðalfund skal halda árlega fyrir 15. maí og er hann æðsta vald í málefnum félagsins. Aðalfund skal boða skriflega með a.m.k. 10 daga fyrirvara. Aðalfundur er lögmætur, ef löglega er til hans boðað.
Dagskrá aðalfundar skal vera:

  • i. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  • ii. Skýrsla stjórnar
  • iii. Skoðaðir reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
  • iv. Kosning stjórnar
  • v. Kosning skoðunarmanna reikninga
  • vi. Drög að fjárhagsáætlun næsta árs, ásamt ákvörðun félagsgjalda
  • vii. Breytingar á samþykktum
  • viii. Önnur mál

10. gr. – Slit félags

Leggi félagið starfsemi sína niður eða verði því slitið, renna eigur þess til Háskóla Íslands til varðveislu, þar til starfsemin hefst að nýju eða samskonar félag verði stofnað.

11. gr. – Breytingar á samþykktum

Breytingar á lögum félagsins má einungis gera á aðalfundi. Breytingartillögur skal tilkynna í fundarboði og ná þær- því aðeins samþykki, að eigi minna en 2/3 fundarmanna greiði þeim atkvæði.

Lög þessi voru fyrst samþykkt á stofnfundi 17.04.1984
Breytingar samþykktar á aðalfundi 24.05.1989
Breytingar samþykktar á aðalfundi 3. 3. 2004
Breytingar samþykktar á aðalfundi 18.6.2009
Breytingar samþykktar á aðalfundi 23. 8. 2017

   Jóhanna Þ.Jónsdóttir