Fyrirtækjaheimsókn til Banana ehf. 24. janúar sl.

Hér má sjá fáeinar svipmyndir frá fyrirtækjaheimsókn VSFÍ til Banana ehf. þann 24. janúar sl. Það var full mæting og forsvarsmenn fyrirtækisins buðu upp á góða kynningu, auk þess var hópnum skipt í tvennt og gestir leiddir í vettvangsferð um athafnasvæði fyrirtækisins. Við þökkum fyrir okkur!

Slökkt á athugasemdum við Fyrirtækjaheimsókn til Banana ehf. 24. janúar sl.

Heimsókn til HB Granda þriðjud. 21. nóv. kl. 8:30-10:00

Vetrardagskrá félagsins hefst með opinni heimsókn til HB Granda hf. í Reykjavík, þriðjudaginn 21. nóvember kl. 8.30-10.00.   Þátttakendum verður boðið upp á kynningu á ýmsum þáttum í vörustjórnun og aðfangakeðju fyrirtækisins. Þetta er áhugavert tækifæri til að fá innsýn í vörustjórnun leiðandi fyrirtækis í íslenskum sjávarútvegi. Boðið verður upp…

Slökkt á athugasemdum við Heimsókn til HB Granda þriðjud. 21. nóv. kl. 8:30-10:00

Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 30. maí 2017

Þriðjudaginn 30. maí fer fram Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2017 á Grand Hótel í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er: VÖRUSTJÓRNUN – Lykill að aukinni framleiðni? Skráning fer fram hér eða með tölvupósti á skraning@logistics.is þar sem fram koma nöfn þátttakenda, nafn fyrirtækis/stofnunar og kennitala greiðanda. Smelltu á myndirnar til að lesa meira um…

Slökkt á athugasemdum við Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 30. maí 2017

Heimsókn til ÁTVR fimmtudag 26/1 kl 08:30-10:00

Heimsókn verður farin til ÁTVR Stuðlahálsi 2, Reykjavík, fimmtudaginn 26 janúar kl 08:30-10:00. Skoðuð verður birgða- og vörustjórnunarstarfsemi þeirra. Ath. fjöldatakmörk gilda: eingöngu 50 einstaklingar geta skráð sig á þennan atburð, fyrstir koma - fyrstir fá (FKFF). Skráning fer fram gegnum skráningavalkost hér að ofan til hægri eða ýta hér. Stjórn VSFÍ.

Slökkt á athugasemdum við Heimsókn til ÁTVR fimmtudag 26/1 kl 08:30-10:00

Heimsókn til Lýsi hf. fimmtudag 24/11 kl 16:00

Heimsókn verður farin til Lýsi hf. Fiskislóð 5-9, Reykjavík, fimmtudaginn 24/11 kl 16:00. Skoðuð verður framleiðslu- og vörustjórnunarstarfsemi þeirra ásamt birgðaaðstöðu. Ath. fjöldatakmörk gilda: eingöngu 30 einstaklingar geta skráð sig á þennan atburð, fyrstir koma - fyrstir fá (FKFF). Skráning fer fram gegnum skráningavalkost hér að ofan til hægri eða ýta hér.…

Slökkt á athugasemdum við Heimsókn til Lýsi hf. fimmtudag 24/11 kl 16:00

Fyrirlestur um Voice picking / Raddstýrða tiltekt vörupantana miðvikudaginn 26. nóvember, kl 8:30 – 10:00.

Fyrirlestur um Voice picking / Raddstýrða tiltekt vörupantana miðvikudaginn 26. nóvember, kl 8:30 – 10:00 í fundarsal GS1 Kringlunni 7, 9 hæð (Hús verslunarinnar). Vörustjórnunarfélag Íslands býður til fyrirlestrar um Voice picking / raddstýrða tiltekt vörupantana í samstarfi við fyrirtækið Vocollect sem er leiðandi á þessu sviði, http://www.vocollectvoice.com. Matt Gregory…

Slökkt á athugasemdum við Fyrirlestur um Voice picking / Raddstýrða tiltekt vörupantana miðvikudaginn 26. nóvember, kl 8:30 – 10:00.

Heimsókn til N1 – miðvikudaginn 19. nóvember, kl. 16:00 – 17:00

Miðvikudaginn 19. nóvember, kl. 16:00 – 17:00, býður N1, í samstarfi við Vörustjórnunarfélag Íslands, áhugasömum að skoða vöruhús fyrirtækisins í Klettagörðum. Starfsmenn fyrirtækisins munu kynna starfsemina og bjóða síðan upp á skoðunarferð um vöruhúsið þar sem meðal annars afgreiðsluturnarnir verða skoðaðir. Þeir sem hafa áhuga á að mæta þurfa að…

Slökkt á athugasemdum við Heimsókn til N1 – miðvikudaginn 19. nóvember, kl. 16:00 – 17:00

Morgunverðafundur Vörustjórnunarfélags Íslands

Fimmtudaginn 13. mars 2014 stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir morgunverðarfundi í samvinnu við KPMG og Dokkuna. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum KPMG í Borgartúni 27, kl. 8:30-9:45. Framsögur á fundinum verða tvær -          Tækifæri í skilvirkari innkaupum Framsögumaður Kristján M. Ólafsson rekstrarráðgjafi hjá KPMG -          12 leiðir til að minnka birgðir Framsögumaður er…

Slökkt á athugasemdum við Morgunverðafundur Vörustjórnunarfélags Íslands

Rekjanleikaráðstefna 16. apríl 2013

Rekjanleikaráðstefna á vegum Vörustjórnunarfélagsins Þriðjudaginn 16. apríl stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Þrír erlendir sérfræðingar auk innlendra aðila sem starfa við aðfangakeðju matvæla og matvælaöryggi munu halda erindi á raðstefnunni sem verður á Grand Hótel Reykjavík. Á ráðstefnunni verður leitað svara við hvernig hægt er að…

Slökkt á athugasemdum við Rekjanleikaráðstefna 16. apríl 2013

Logistics sýning í Birmingham 19. – 22. mars

Athygliverð "logistics" sýning í Birmingham 19.-22. mars 2013 -  http://imhx.biz/ Á meðfylgjandi slóð má finna allar helstu upplýsingar um sýnendur, fyrirlestra, hótel og fleira.

Slökkt á athugasemdum við Logistics sýning í Birmingham 19. – 22. mars