Heimsókn í vöruhótel Hýsingar

Fimmtudaginn 26. apríl, kl. 8:30 – 9:30, býður Hýsing, í samstarfi við Vörustjórnunarfélag Íslands, áhugasömum að skoða vöruhótel fyrirtækisins að Skútuvogi 9.

Starfsmenn fyrirtækisins munu kynna starfsemina yfir léttum morgunverði. Síðan verður boðið upp á skoðunarferð um vöruhótelið sem þjónustar viðskiptavini með lagerhald, afgreiðslu og vörumerkingum eða hvað annað sem þarf að gera svo að vara, sem sett er á markað, sé tilbúin til sölu.
Heimasíða Hýsingar er: www.voruhysing.is.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta þurfa að skrá þátttöku fyrir hádegi daginn áður, með því að senda póst á netfangið skraning@logistics.is.

 

 


13
apr 2012
Skrifað af
Í flokki Almennt

Vel heppnuð ráðstefna

Um 100 manns sóttu vel heppnaða ráðstefnu Vörustjórnunarfélagsins um Áskoranir í verslun sem haldin var 2. nóvember 2011.  Á ráðstefnunni nálguðust fyrirlesarar efnið út frá mörgum mjög áhugaverðum sjónarhornum.  Glærur frá fyrirlesurum ráðstefnunnar má nálgast hér fyrir neðan:

08:30

Morgunmatur

09:00

Framtíðin í verslun – Andrés Magnússon SVÞ

09:10

Oportunities through change and how mobile commerce can be a booster for High street shops – Frank Rehme Metro Systems

10:10

Tækifærin á netinu – Kristján Már Hauksson – Nordik e-marketing

10:30

Kaffihlé

11:00

Íslensk Gagnalaug, samræmdar vöruupplýsingar – Sigurjón Stefánsson, deildarstjóri tölvudeildar SS

11:15

Hvernig má bæta árangur í heildsölu og smásölu? – Thomas Möller framkvæmdastjóri Rými

11:25

Eru til valkostir í flutningum? – Kristján M Olafsson rekstrarráðgjafi hjá Netspor

11:35

Hvert stefnir þróun í verslun á netinu? Tryggvi Þorsteinsson framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Póstsins

11:50

Samantekt og ráðstefnuslit

Ráðsefnustjóri: Almar Guðmundsson Samtökum atvinnurekenda

 

11
nóv 2011
Skrifað af
Í flokki Á döfinni Almennt

Spennandi ráðstefna í Hörpu um áskoranir í verslun á Íslandi 2. nóvember. Stöðuna í dag og verkefnin framundan.

Spennandi ráðstefna um þær breytingar sem eru að eiga sér stað í smásölu og heildsölu á Íslandi, fer fram miðvikudaginn 2. nóvember kl. 8:30 – 12:00 í salnum Kaldalóni í Hörpunni.

Hvernig á smásalan að bregðast við breyttri kauphegðun, netviðskiptum og auknum kröfum neytenda? Hvernig á heildsalan að bregðast við auknum eigin innflutningi smásölunnar, einkamerkjum og auknum kröfum smásölunnar?

Á ráðstefnunni verða ræddar nýjar áskoranir í verslun eins og hún blasir við þeim sem starfa á þessum markaði.

Frank Rehme, framkvæmdastjóri vöruþróunar ( „Head of Innovation Services“) hjá Metro System í Þýskalandi mun fjalla um þær breytingar sem Metro keðjan sér og tækifæri í verslun samfylgjandi net- og snjallsímavæðingunni. Á ráðstefnunni verður einnig fjallað um þróun í verslunarmynstri samhliða aukinni verslun á netinu og hvaða þýðingu sú þróun hefur á flutninga. Fjallað verður um tækifæri sem felast í stöðlun og miðlægu aðgengi að vörulýsingum („datapool“) og því að framleiðendur skrái grunnupplýsingar um sínar vörur á aðgengilegan máta fyrir þá sem á því þurfa að halda. Einnig verður farið yfir hvaða þýðingu breytingar í verslun hafa á innkaup, flutninga, birgðir og kostnað.

Þetta er ráðstefna sem stjórnendur í verslunargeiranum ættu ekki að missa af.

Dæmi um atriði sem farið verður yfir á ráðstefnunni:

-Eru áskoranir í verslun á Íslandi aðrar en í löndunum í kring um okkur til dæmis hvað varðar verslunarmynstur.

– Mun hlutverk framleiðanda, heilsala og verslana breytast?

– Verða mörkin milli aðila óskýrari?

– Verður auðveldara fyrir bæði smásala og neytendur að panta vörur beint og fækka milliliðum?

– Hvaða þýðingu hefur það í áskorun fyrir þá sem starfa á þessum markaði og hvernig mun þjónusta flutningafyrirtækja breytast ef lotustærðir minnka?

Frank Rehme, aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er leiðandi stjórnandi hjá METRO AG sem var stofnað í Þýskalandi árið 1964. METRO AG er í dag fjórða stærsta verslunarkeðja í heimi með um 700 verslanir í yfir 30 löndum og hjá þeim starfa um 300.000 manns.

Aðgangseyrir á ráðstefnuna er kr. 9.900 fyrir hvern þátttakanda.

Frestur til að skrá sig á ráðstefnuna er til mánudagsins 31. október á skraning@logistics.is.

Ráðstefna i Hörpu PDF

25
okt 2011
Skrifað af
Í flokki Almennt

Vörustjórnunarfélags Íslands endurvakið

Velkomin á nýja heimasíðu Vörustjórnunarfélags Íslands. Hið 25 ára gamla félag er nú endurvakið eftir áralangt hlé en markmið félagsins er að kynna og skapa umræðu um vörustjórnun og tengd málefni á Íslandi. Þetta verður gert með því að dreifa upplýsingum til félagsmanna, bjóða upp á morgunfundi í samvinnu við ýmis fyrirtæki á Íslandi og halda eða taka þátt í ráðstefnum sem tengjast málefnum vörustjórnunar.

18
apr 2010
Skrifað af
Í flokki Almennt

Fréttir

Heimsókn

Ráðgerð er fyrirtækjaheimsókn í byrjun árs 2012.  Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

 

Aðalfundur

Aðalfundur Vörustjórnunarfélags Íslands var haldinn þriðjudaginn 31. maí 2011.  Á fundinum var sitjandi stjórn endurkjörin.

 

Heimsókn til Ölgerðar Egils Skallagrímssonar

Heimsókn til Ölgerðar Egils Skallagrímssonar þann 21 október 2009 var mjög vel heppnuð. Tæplega 100 einstaklingar komu á staðinn og var vel tekið á móti hópnum þar sem forstöðumenn vörustjórnunarmála fyrirtækisins kynntu starfemi fyrirtækisins og sýndu glæsilega aðstöðu sína.

10
apr 2010
Skrifað af
Í flokki Almennt