Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 30. maí 2017

Þriðjudaginn 30. maí fer fram Vorráðstefna Vörustjórnunarfélagsins 2017 á Grand Hótel í Reykjavík.

Yfirskrift ráðstefnunnar er:

VÖRUSTJÓRNUN – Lykill að aukinni framleiðni?

Skráning fer fram hér eða með tölvupósti á skraning@logistics.is þar sem fram koma nöfn þátttakenda, nafn fyrirtækis/stofnunar og kennitala greiðanda.

Smelltu á myndirnar til að lesa meira um ráðstefnuna

Kynningarbref 150517

Um ráðstefnuna

Dagskra 150517

Dagskrá ráðstefnunnar

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ráðstefnugjald er 29.900 kr. en félagar í Vörustjórnunarfélaginu fá 20% afslátt og greiða 23.900 kr. fyrir sætið.

Á ráðstefnunni mun einvalalið fyrirlesara með innsýn í ólíkar greinar aðfangakeðjunnar beina sjónum sínum að mikilvægum álitamálum sem eiga það sameiginlegt að lúta að framförum í vörustjórnun og framleiðni á íslenskum markaði. Það á sér stað mikil og ör þróun í málaflokknum á heimsvísu og íslensk fyrirtæki eiga mikið undir því að nýta þau tækifæri sem gefast til framþróunar á þessu sviði.

Um er að ræða lykilráðstefnu ársins í vörustjórnunarmálum og það er von okkar að fyrirtæki og fólk með áhuga á þessu sviði láti ráðstefnuna ekki framhjá sér fara.

Húsið opnar kl. 8.15 með skráningu, kaffi og bakkelsi en dagskráin hefst stundvíslega kl. 8.45 og stendur til 12.15.

Hér má sækja kynningarbréf og dagskrá á pdf. formi.

 

08
maí 2017
Skrifað af
Í flokki Á döfinni

Rekjanleikaráðstefna 16. apríl 2013

Rekjanleikaráðstefna á vegum Vörustjórnunarfélagsins

Þriðjudaginn 16. apríl stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Þrír erlendir sérfræðingar auk innlendra aðila sem starfa við aðfangakeðju matvæla og matvælaöryggi munu halda erindi á raðstefnunni sem verður á Grand Hótel Reykjavík.

Á ráðstefnunni verður leitað svara við hvernig hægt er að tryggja matvælaöryggi og koma í veg fyrir uppákomur líkar þeim sem verið hafa í umfjöllun. Ræddar verða meðal annars ræddar leiðir og lausnir til að tryggja rekjanleika matvæla.

Ráðstefna er haldin í samvinnu við GS1 Ísland, Matís og Háskóla Íslands og hefst skráning kl 8:00.

Ráðstefnugögnum fylgir minnislykill með ýmsum upplýsingum sem tengjast rekjanleika.

Dagskrá má sækja hér: Rekjanleikaradstefna_2013.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta á ráðstefnuna eru beðnir um að skrá sig undir valmynd „Skráning á ráðstefnu“ á aðalsíðu .

13
mar 2013
Skrifað af
Í flokki Á döfinni

Logistics sýning í Birmingham 19. – 22. mars

Athygliverð „logistics“ sýning í Birmingham 19.-22. mars 2013 –  http://imhx.biz/

Á meðfylgjandi slóð má finna allar helstu upplýsingar um sýnendur, fyrirlestra, hótel og fleira.

13
mar 2013
Skrifað af
Í flokki Á döfinni

Heimsókn í Vörumiðstöð Samskipa

Fimmtudaginn 25. október, kl. 8:30 – 9:30, bjóða Samskip, í samstarfi við Vörustjórnunarfélag Íslands, áhugasömum að skoða vörumiðstöð fyrirtækisins í Kjalarvogi.

Starfsmenn fyrirtækisins munu kynna starfsemina yfir léttum morgunverði. Síðan verður boðið upp á skoðunarferð um Vörumiðstöðina.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta þurfa að skrá þátttöku fyrir hádegi í síðasta lagi daginn áður, með því að senda póst á netfangið: skraning@logistics.is

Heimasíða Samskipa er: www.samskip.is

Heimasíða Vörustjórnunarfélagsins er: www.logistics.is

Stjórn Vörustjórnunarfélags Íslands

Kristján M. Ólafsson
Gunnar Stefánsson
Benedikt Hauksson
Thomas Möller
Sigurður B. Pálsson
Guðmundur Oddgeirsson
Árni Stefánsson

17
okt 2012
Skrifað af
Í flokki Á döfinni Almennt

Vel heppnuð ráðstefna

Um 100 manns sóttu vel heppnaða ráðstefnu Vörustjórnunarfélagsins um Áskoranir í verslun sem haldin var 2. nóvember 2011.  Á ráðstefnunni nálguðust fyrirlesarar efnið út frá mörgum mjög áhugaverðum sjónarhornum.  Glærur frá fyrirlesurum ráðstefnunnar má nálgast hér fyrir neðan:

08:30

Morgunmatur

09:00

Framtíðin í verslun – Andrés Magnússon SVÞ

09:10

Oportunities through change and how mobile commerce can be a booster for High street shops – Frank Rehme Metro Systems

10:10

Tækifærin á netinu – Kristján Már Hauksson – Nordik e-marketing

10:30

Kaffihlé

11:00

Íslensk Gagnalaug, samræmdar vöruupplýsingar – Sigurjón Stefánsson, deildarstjóri tölvudeildar SS

11:15

Hvernig má bæta árangur í heildsölu og smásölu? – Thomas Möller framkvæmdastjóri Rými

11:25

Eru til valkostir í flutningum? – Kristján M Olafsson rekstrarráðgjafi hjá Netspor

11:35

Hvert stefnir þróun í verslun á netinu? Tryggvi Þorsteinsson framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Póstsins

11:50

Samantekt og ráðstefnuslit

Ráðsefnustjóri: Almar Guðmundsson Samtökum atvinnurekenda

 

11
nóv 2011
Skrifað af
Í flokki Á döfinni Almennt