Rekjanleikaráðstefna 16. apríl 2013

Rekjanleikaráðstefna á vegum Vörustjórnunarfélagsins

Þriðjudaginn 16. apríl stendur Vörustjórnunarfélag Íslands fyrir ráðstefnu um rekjanleika og matvælaöryggi. Þrír erlendir sérfræðingar auk innlendra aðila sem starfa við aðfangakeðju matvæla og matvælaöryggi munu halda erindi á raðstefnunni sem verður á Grand Hótel Reykjavík.

Á ráðstefnunni verður leitað svara við hvernig hægt er að tryggja matvælaöryggi og koma í veg fyrir uppákomur líkar þeim sem verið hafa í umfjöllun. Ræddar verða meðal annars ræddar leiðir og lausnir til að tryggja rekjanleika matvæla.

Ráðstefna er haldin í samvinnu við GS1 Ísland, Matís og Háskóla Íslands og hefst skráning kl 8:00.

Ráðstefnugögnum fylgir minnislykill með ýmsum upplýsingum sem tengjast rekjanleika.

Dagskrá má sækja hér: Rekjanleikaradstefna_2013.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta á ráðstefnuna eru beðnir um að skrá sig undir valmynd „Skráning á ráðstefnu“ á aðalsíðu .

13
mar 2013
Skrifað af
Í flokki Á döfinni

Logistics sýning í Birmingham 19. – 22. mars

Athygliverð „logistics“ sýning í Birmingham 19.-22. mars 2013 –  http://imhx.biz/

Á meðfylgjandi slóð má finna allar helstu upplýsingar um sýnendur, fyrirlestra, hótel og fleira.

13
mar 2013
Skrifað af
Í flokki Á döfinni

Heimsókn í Vörumiðstöð Samskipa

Fimmtudaginn 25. október, kl. 8:30 – 9:30, bjóða Samskip, í samstarfi við Vörustjórnunarfélag Íslands, áhugasömum að skoða vörumiðstöð fyrirtækisins í Kjalarvogi.

Starfsmenn fyrirtækisins munu kynna starfsemina yfir léttum morgunverði. Síðan verður boðið upp á skoðunarferð um Vörumiðstöðina.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta þurfa að skrá þátttöku fyrir hádegi í síðasta lagi daginn áður, með því að senda póst á netfangið: skraning@logistics.is

Heimasíða Samskipa er: www.samskip.is

Heimasíða Vörustjórnunarfélagsins er: www.logistics.is

Stjórn Vörustjórnunarfélags Íslands

Kristján M. Ólafsson
Gunnar Stefánsson
Benedikt Hauksson
Thomas Möller
Sigurður B. Pálsson
Guðmundur Oddgeirsson
Árni Stefánsson

17
okt 2012
Skrifað af
Í flokki Á döfinni Almennt

Heimsókn í vöruhótel Hýsingar

Fimmtudaginn 26. apríl, kl. 8:30 – 9:30, býður Hýsing, í samstarfi við Vörustjórnunarfélag Íslands, áhugasömum að skoða vöruhótel fyrirtækisins að Skútuvogi 9.

Starfsmenn fyrirtækisins munu kynna starfsemina yfir léttum morgunverði. Síðan verður boðið upp á skoðunarferð um vöruhótelið sem þjónustar viðskiptavini með lagerhald, afgreiðslu og vörumerkingum eða hvað annað sem þarf að gera svo að vara, sem sett er á markað, sé tilbúin til sölu.
Heimasíða Hýsingar er: www.voruhysing.is.

Þeir sem hafa áhuga á að mæta þurfa að skrá þátttöku fyrir hádegi daginn áður, með því að senda póst á netfangið skraning@logistics.is.

 

 


13
apr 2012
Skrifað af
Í flokki Almennt

Vel heppnuð ráðstefna

Um 100 manns sóttu vel heppnaða ráðstefnu Vörustjórnunarfélagsins um Áskoranir í verslun sem haldin var 2. nóvember 2011.  Á ráðstefnunni nálguðust fyrirlesarar efnið út frá mörgum mjög áhugaverðum sjónarhornum.  Glærur frá fyrirlesurum ráðstefnunnar má nálgast hér fyrir neðan:

08:30

Morgunmatur

09:00

Framtíðin í verslun – Andrés Magnússon SVÞ

09:10

Oportunities through change and how mobile commerce can be a booster for High street shops – Frank Rehme Metro Systems

10:10

Tækifærin á netinu – Kristján Már Hauksson – Nordik e-marketing

10:30

Kaffihlé

11:00

Íslensk Gagnalaug, samræmdar vöruupplýsingar – Sigurjón Stefánsson, deildarstjóri tölvudeildar SS

11:15

Hvernig má bæta árangur í heildsölu og smásölu? – Thomas Möller framkvæmdastjóri Rými

11:25

Eru til valkostir í flutningum? – Kristján M Olafsson rekstrarráðgjafi hjá Netspor

11:35

Hvert stefnir þróun í verslun á netinu? Tryggvi Þorsteinsson framkvæmdastjóri framkvæmdasviðs Póstsins

11:50

Samantekt og ráðstefnuslit

Ráðsefnustjóri: Almar Guðmundsson Samtökum atvinnurekenda

 

11
nóv 2011
Skrifað af
Í flokki Á döfinni Almennt

Fréttir

Heimsókn

Ráðgerð er fyrirtækjaheimsókn í byrjun árs 2012.  Nánari upplýsingar verða birtar þegar nær dregur.

 

Aðalfundur

Aðalfundur Vörustjórnunarfélags Íslands var haldinn þriðjudaginn 31. maí 2011.  Á fundinum var sitjandi stjórn endurkjörin.

 

Heimsókn til Ölgerðar Egils Skallagrímssonar

Heimsókn til Ölgerðar Egils Skallagrímssonar þann 21 október 2009 var mjög vel heppnuð. Tæplega 100 einstaklingar komu á staðinn og var vel tekið á móti hópnum þar sem forstöðumenn vörustjórnunarmála fyrirtækisins kynntu starfemi fyrirtækisins og sýndu glæsilega aðstöðu sína.

10
apr 2010
Skrifað af
Í flokki Almennt